Skagfirðingabók - 01.01.2008, Qupperneq 15
GUÐRÚN FRÁ LUNDI OG SÖGUR HENNAR
ullarþvotr með gamla laginu (við
lækinn), áburðarmölun í taðkvörn,
hreinsun á afraki, heyskap, slátrun
og sláturgerð og yfirleitt allt það,
sem heyrir til sveitalífi gamla tímans.
Þetta er að sjálfsögðu tíminn og
lífshættirnir, sem Guðrún þekkti til
fullnustu. Sögur hennar eru að þessu
leytinu afar mikilsverðar sem lýsing
á lífsháttum og atvinnulífi gamia
bændasamfélagsins.
Þá er samskiptum fólks og sam-
félagsgerð lýst mjög rækilega. Hér
eru leiddir fram stórbændur og
stoltar húsfreyjur, hjáleigubændur,
vinnufólk, kaupafólk, liðléttingar,
húsmennskufólk, próventufólk og
niðursetningar. Hin gríðarmikla
stéttaskipting í bændasamfélaginu
er dregin fram. Fyrirlitning, hroki,
vinnuharka, jafnvel kúgun og hvers
kyns misrétti leynir sér ekki.
Samskiptamáti fólks skipar mikið
rúm í sögum Guðrúnar. Þar eru sam-
töl fólks mest áberandi. Raunar er
það eitt einkenni sagnanna hvesu
samtöl eru mikill hluti þeirra.
Guðrún hefúr þann hárt á, að hún
lætur framvindu sögunnar verða að
miklu leyti fyrir tilstyrk samtala. Ef
hægt er að segja, að eitthvað einkenni
sögur Guðrúnar frá Lundi fremur
öðru, þá eru það samtölin. Sam-
ræðulistin er hennar aðall. Þar er hún
mikill snillingur. Oft verða samtöl svo
lifandi og sérkennandi fyrir þátttak-
endur, að manni finnst næstum því
sem maður sé viðstaddur og horfi á
fólkið. Það er því ekki að ófyrirsynju,
að einn þeirra sem ritaði um sögur
Guðrúnar (Þorsteinn M. Jónsson) lét
svo orð falla að þær hentuðu vel til
leikritsgerðar.
V. Stuttur efnisútdráttur
sagnanna
Dalalíf. Þessi mikla saga á að hefjast
um 1860 og spannar tímabilið fram
til seinni heimsstyrjaldar að mér
virðist. Þriðja kynslóðin er orðin full-
orðin og hefur eignast afkomendur
þegar sögunni lýkur. Þetta er því
sannkölluð saga nokkurra ættliða og
söguumhverflð er fallegur og bú-
sældarlegur dalur, Hrútadalur. Mikil
á rennur um dalinn og út við sjó er
þorpið Djúpiós, oftast nefndur Ósinn,
og með ströndinni eru mörg kotbýli.
Dalbúar líta niður á Ströndunga og
rígur er á milli sveitafólks og malar-
búa. I dalnum er stórbýlið Nauta-
flatir, sem jafnframt er kirkjustaður.
Aðrar jarðir eru Hvammur, Sel,
Hjalli, Hóll, Asólfsstaðir og Jarðbrú.
11