Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 20
SKAGFIRÐINGABÓK
garpur, en hinn mesti járnkarl. Hann
rekur frá sér unnustu sína og kvænist
ungri stúlku. Tveir synir þeirra, Hallur
og Gunnar, komast til fullorðinsára.
Hallur er eftirlætisbarn, en Gunnar
er settur hjá og beittur hörku. Samt
fer það svo, að Gunnar verður stoð
og stytta föður síns, en Hallur hinn
mesti óartargemlingur. Hallur kem-
ur að sunnan með heimska og lata
hofróðu og fær hálfa jörðina, en
Gunnar vinnur föður sínum lengi, en
býr síðan á móti Halli. Hallur og
Maríanna kona hans eru öfundsjúk
og illgjörn og Maríanna hégómleg,
montin og stórlygin. Sagan silast á-
fram og á ýmsu gengur og hún endar
á styrjaldarárunum síðari. Hallur er
þá dáinn og faðir hans einnig. Báðir
drukknuðu þeir í víkinni skammt
frá landi. Maríanna er komin suður.
Önnur dóttir hennar, laukur ættar-
innar, býr á hluta jarðarinnar. Tómas,
sonur Halls og Maríönnu, var alinn
upp í taumlausu eftirlæti, er eigin-
gjarn og fégráðugur ónytjungur.
Hann hefur selt hluta sinn og móður
sinnar í Látravík og víst náð til sín
mestu af andvirðinu. Eftir þessa myrku
og nokkuð beisku sögu kemur strax
árið eftir (1957) öllu bjartari og
glaðlegri saga.
Ölduföll. Það er sagan um Siggu og
Bensa. Sagan gerist að mestu í sjávar-
þorpi, sem virðist vera tvískipt. A
Tanganum eru torfkofar fátækling-
anna, en í Víkinni býr fyrirfólkið,
kaupmaðurinn, gamli prófasturinn,
læknirinn og einhverjir fleiri. Innan
við þorpið er sveitin, sem nokkuð
kemur við sögu, og utan við þorpið
er einnig sveit. Sagan gerist líklega
snemma á tuttugustu öldinni. Sigga
er dóttir fátækra hjóna á Tanganum
og Bensi býr með móður sinni ógiftri,
sem hafði átt hann með stórbónda
frammi í sveit. Bensi reynist hinn
vænsti drengur, sterkur, duglegur,
kjarkmikill og velviljaður, en lætur
ekki hlut sinn fyrir neinum. Það fer
mikið fyrir brjóstið á höfðingjaslekt-
Reki og mor á sjávarbakka í Mallandsvík á Skaga. Mallandsskarðfyrir miðri mynd.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.
16