Skagfirðingabók - 01.01.2008, Qupperneq 21
GUÐRÚN FRÁ LUNDI OG SÖGUR HENNAR
GUÐRUN
FRÁ LUNDI
inu. Sigga er falleg og góð stúlka,
en henni er þrælað miskunnarlaust
út, svo að það gengur nærri heilsu
hennar. Strax í bernsku verða þau
Sigga og Bensi miklir vinir og loks
giftast þau. Margt gerist svo í sög-
unni uns góðar lyktir nást: vinnu-
mennska í sveitinni, slagsmál Bensa,
brösótt samskipti Bensa við Bárð
stórbónda á Fjalli, föður sinn o.fl.
Talsvert er fjallað um hjú og hús-
bændur og hversu mjög stórbændur
og ekki síður húsfreyjur þeirra líta
niður á vinnufólkið. Stéttaskipting er
mikil og miskunnarlaus. Þessi saga er
eins og margar aðrar sögur Guðrúnar
mikil fordæming á ranglæti og kúg-
un á hinum fátæku og lítilsmegandi í
þjóðfélaginu.
Árin 1958—60 komu út þrjár
bækur, ein á ári. Það var ein skáld-
saga, þó að nöfnin væru þrjú: Svt'Sur
sárt brennduvi, Á óktmnum slóSum og I
heimahögum. Sögusviðið er nokkuð
óljóst. Lítill, snjóþungur dalur, grös-
ugur á sumrum, en afskekktur. Þar
voru í upphafi sögu sex bæir. Ekki
virðist þessi dalur vera á Norðurlandi,
aldrei þessu vant, til þess er of
skammt til Reykjavíkur. Þá er ann-
að byggðarlag enn nær Reykjavík,
Þverárhlíð, og þorp nokkuð þar frá,
sem kallast Bakkinn. Sagan gerist að
hluta til í þessum þremur byggðar-
lögum og að einum hluta í Reykja-
vík. Aðalsöguhetjan er Kalla Jóels-
dóttir. Þegar sagan hefst er hún ung
heimasæta ásamt foreldrum og systur
á bænum Mýrakoti í dalnum litla.
Á næsta bæ flyst ákaflega ógeðugt
og illa innrætt fólk. Einn sonur
þeirra hjóna er þó fallegur og frækinn
piltur, en ómerkilegur, montinn, lyg-
inn, þjófóttur og svikull. Það fer samt
svo að Kalla hrífst af honum. Þau trú-
lofast og hún verður barnshafandi, en
þá neitar hann faðerninu, reynist hinn
versti ódrengur, upp úr trúlofuninni
slitnar og hann fer af landi burt,
síðast til Ameríku. En þegar þetta
allt gerist er Kalla og fjölskylda
hennar flutt til Reykjavíkur og Mýra-
kot komið í eyði. Eitt sumar ræður
Kalla sig sem kaupakonu á bæ í Þver-
árhlíðinni, en þar tekur ekki betra við.
2 Skagfirðingabók
17