Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 24
SKAGFIRÐINGABÓK
Guörún frd Lundi
GULNUÐ BLÖÐ
UTAN FRA
m GUORÚN FRÁ LUNUI
* jdU 111BINDI
li " ' -V
afrétt. Hrólfur á Bakka er
efnabóndi. Hann er ráð-
ríkur, einráður, vinnu-
harður og ágjarn. Kona
hans er kaldlynd og sér-
góð. Dætur þeirra, Jón-
anna og Sæunn, eru mynd-
arsrúlkur. Jónanna, sú
eldri, verður ástfangin af
Sigga á Barði, en Barð er
kotið frammi á afrért.
Siggi er myndarpiltur,
en heimilið hefur á sér
þjófnaðarorð og karlinn faðir hans er
dæmalaus hrotti. Hrólfur verður æf-
ur, þegar Jónanna segist vera trúlof-
uð Sigga, en Jónanna lætur sig ekki
og strýkur fram að Barði. Þar kemst
hún fljótt að því að heimilisbrag-
urinn er óþolandi og þjófnaðarorðið
er ekki úr lausu lofti gripið. Siggi er
líka annar en hún hélt að hann væri.
Hann reynist vera hinn mesti ódreng-
ur, illa innrættur og hrottafenginn.
Sagan spinnst áfram með mörgum
flækjum, ástamálum Jónönnu og Sæ-
unnar og miklum leiðindum á
Bakkaheimilinu. En að lokum fá
þær systur hvor sinn góða mann og
allir verða sáttir. Hér eins og fyrr eru
mikil átök milli hins góða og illa,
ágirndar og örlætis, sérgæsku og
hjálpsemi.
Gulnub blöð er skáldsaga í einu
bindi og kom hún út árið 1968. Hún
er á marga lund frábrugðin eldri sög-
um. Nú er það gömul kona, Anna í
skúrnum, sem segir tveimur ungum
telpum sögu frá bernskuárum sínum.
Á bænum Grenivík á Hvítasandsnesi
búa þrjú systkini, Markús, Svein-
björn og Auður. Sveinbjörn og Auður
ákveða að fara til Vesturheims og
Sveinbjörn selur fólki á næsta bæ,
Kláusi og Sigurlaugu, þriðjung
Grenivíkur, en Markús býr áfram á
tveimur þriðju hlutum jarðarinnar.
Kláus og Sigurlaug eiga dótturina
Auðbjörgu, einkar óálitlega og
heimska persónu. Sveinbjörn lokkar
þau Kláus og Sigurlaugu til kaup-
anna með þeirri beitu að Markús
kunni að vilja ganga að eiga Auð-
björgu. Sagan gengur svo út á leið-
inlegt sambýli, sífelldar en árang-
urslausar tilraunir til að koma hnapp-
eldunni á Markús, óheiðarleika, leti,
óreglu og sóðaskap. Gæðamaðurinn
Markús kann þó krók á móti bragði.
Hann leigir barnmargri dugnaðarfjöl-
skyldu hluta af jarðarparti sfnum og
verður nú þríbýli í Grenivík um
sinn. Þessi stóra fjölskylda er komin
handan yfir fjörð. Hún hefur þó ekki
langa viðdvöl í Grenivík, heldur flyst
á næstu jörð og býr þar góðu búi.
Eitt af börnum þeirra hjóna, Margrét,
verður þó eftir hjá Markúsi og verður
ráðskona hjá honum. En skömmu
seinna veikist Markús og deyr.
Markús arfleiðir vin sinn Gunnar í
Múla að jarðarparti sínum og búi
20