Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 25
GUÐRÚN FRÁ LUNDI OG SÖGUR HENNAR
gegn því að Margrét fái að njóta
þess með honum. Margrét og Gunn-
ar giftast nokkru síðar og búa í
Grenivík. Sigurlaug, sú leiðinda-
skjóða, deyr. Kláus og Auðbjörg selja
Gunnari jarðarþriðjung sinn og fara
til Ameríku. Margrér og Gunnar búa
við veg og velsæld á hinni góðu jörð
og eignast mörg mannvænleg börn.
Ekki má svo gleyma Nikulási, bróður
Markúsar. Hann er illmenni, sem
stelur erfðaskrá Markúsar og kemur
illa fram.
Sögusviðið eru sveitabæir beggja
megin fjarðar. Það er ekki skýrt af-
markað, en þó nokkuð vel þekkjan-
legt. Þó að sagan sé alvarlegs eðlis, er
hún rituð í hálfkómískum stíl og
frásögnin ívið hraðari en að venju.
Þá er komið að síðustu skáldsögu
Guðrúnar, sem út kom í fjórum
bindum á árunum 1970 til 1973.
Utan frá sjó nefnist sú saga. Um-
hverfið er fremur kunnuglegt úr
öðrum sögum Guðrúnar. Sveitabæir
eru með fram strönd. Sjávarþorpið
Saltvík er þar í námunda og stærra
þorp, Hlöðuvík, er fjær. Dalur liggur
inn til lands og hlíð er ofan bæja.
Megnið af sögunni fjallar um eina
fjölskyldu og nágranna hennar.
Hjónin Þorsteinn og Guðfinna búa
stórbúi í Múlavík, góðri sjávarjörð
skammt frá þorpinu Saltvík. Þau hjón
eiga tvær dætur, Dagbjörtu og Þór-
nýju. Dagbjört er eftirlætisdóttirin,
enda fríðari, bjarthærð, lagleg og
lokkaprúð. Hún er skemmtanafíkin
dekurrófa. Skarfanes er hjáleiga
skammt frá og hjáleigukotið Brim-
nes þar á milli. Fátæk barnafjöl-
skylda býr í Skarfanesi og er litið
niður á það af Múlavíkurfólki. Þor-
Sá sem teiknaði kápumynd á Gulnuð blöð, gceti vel hafa haft Ketubjörg í huga.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.
21