Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 27
GUÐRÚN FRÁ LUNDI OG SÖGUR HENNAR
fleiri. Þessar persónur allar fá mikla
umfjöllun og verða lifandi fyrir hug-
arsjónum lesandans. Þá eru mikil-
hæfar hetjukonur, svo sem Þóra í
Hvammi og Pálína á Hvanná og
Kristín í Heiðargörðum, sem allar
eiga það sammerkt að hafa sem ung-
ar stúlkur verið sviknar í tryggðum,
en risið frá þeirri reynslu sem merkar
skapfestukonur. Af annarri gerð eru
hin hæglátu góðkvendi Sigþrúður á
Hjalla, Hildur á Jarðbrú og Lína
tengdadóttir þeirrar síðarnefndu,
Asta frá Heiðargörðum, Gunnhildur
á Hraunhömrum. Allar þessar konur
eru prúðar og orðvarar, hlýjar og vel-
viljaðar, þó hver með sínu móti.
Dugnaðarkonur miklar eru margar
þær sem nefndar hafa verið, en til
viðbótar mætti nefna Köllu Jóels-
dóttur, Málfríði í Látravík og Þórnýju
í Brimnesi, sem allar eru miklir
búforkar.
Þá eru líka dekurrófurnar, sem
yfirleitt farnast illa. Þær eru þó
nokkrar, Dagbjört í Múlavík og dótt-
ir hennar Finna, Rósa á Hofi, Þórey
í Látravík, svo að einhverjar séu
nefndar. En nóg er einnig af ýmsum
vandræðakonum, ókvenlegum óhemj-
um og gribbum, svo sem Ástríði á
Hraunhömrum og Ásdísi á Hofi.
Nokkrar eru miklir slúðurberar, svo
sem húsfreyjan á Borgum, Inga
heimasæta í Fellsenda og hinar skæðu
tungur, Helga á Hóli, Jóhanna á
Nautaflötum og óþverrakvendin
Ketilríður og Dísa dóttir hennar.
Þessar tvær síðastnefndu eru einstakar
óartarskepnur, þó að vel sé við þær
gert. Hégómleg, montin og hraðlyg-
in fituklessa og letingi er Maríanna í
Látravík.
Áberandi er hversu oft koma fyrir
tvær systur í sögum Guðrúnar og gert
upp á milli þeirra. Þetta getur kallast
eins konar Oskubuskuminni. Meðal
þessara systrapara er að nefna Köllu
Jóelsdóttur og systur hennar, Ástríði
og Gunnhildi á Hraunhömrum, Rósu
og Sigrúnu á Hofi, Dagbjörtu og
Þórnýju í Múlavík og Finnu og
Döddu dætur þeirrar fyrrnefndu,
tvær dætur Línu og Dodda á Jarðbrú,
Sigurfljóð á Hálsi og Róshildi,
Maríönnu í Látravík og Málfríði og
dætur Jóhanns í Látravík, Þóreyju og
Málfríði.
Yfirleitt má segja að kvenpersónur
séu meira áberandi í sögum Guðrún-
ar en karlar og er mörgum þeirra
ágætavel lýst svo að þær verða les-
andanum minnisstæðar og hann
tekur afstöðu til þeirra líkt og menn
gerðu fyrrum um Hallgerði og
Bergþóru og Guðrúnu Ósvífursdótt-
ur. En þetta kemur þó ekki í veg
fyrir að mikil fylking karla gangi
fram á sviðið og mörgum þeirra sé
mætavel lýst. Þar höfum við ríka
stórbændur eins og góðmennið
Jakob á Nautaflötum, hinn brokk-
genga og drykkfellda son hans Jón,
harðlynda, vinnuharða, eigingjarna og
aðsjála auðhyggjumenn eins og Jó-
hann í Látravík, Þorstein í Múlavík,
Þorgeir á Hraunhömrum, Hrólf á
Bakka, Kristján á Hofi og fleiri. Þar
finnast lítilsigldir kotbændur með
smjaðurkennt skriðdýrseðli, drykk-
felldir svolar og ruddamenni, dug-
miklir og vænir piltar, sem á eftir
að vegna vel, leiðindakarlar svo sem
Hartmann faðir Kristjáns á Hofi
og hinn þjófótti, illmálgi og kjark-
litli Páll á Jarðbrú. Líkt og er með
23