Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 29
GUÐRÚN FRÁ LUNDI OG SÖGUR HENNAR
Bakkarétt í Sœvarlandsvík, ós Laxár t.h., Landsmdi fjcer. Persónur Guórúnar fara í réttir og
vísast hefur Guðrún verið við Bakkarétt á búskaparárum stnum á Skaga.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.
heiðar. Hér má minna á, að þegar
farið er frá Sauðárkróki og út á Skaga
(sem auðvitað er nes) er farið upp úr
Gönguskörðum og yfir Laxárdals-
heiði. Þaðan liggur leiðin norðaust-
ur Laxárdal. Þar voru einmitt átta
bújarðir meðan dalurinn var full-
byggður (Sævarland, Þorbjargarstaðir,
Hvammur, Hafragil, Skíðastaðir,
Hrafnagil, Herjólfsstaðir og Illuga-
staðir). Norðan Laxárdals tekur við
Skaginn. Þar eru vissulega flestar
jarðir sjávarjarðir og á þeim tíma sem
sagan gerist var þaðan víða útræði,
eggver, dúntekja og selveiði. Býli
voru einnig til heiða, t.a.m. mörg sel,
sem búið var í árlangt. Látravík
minnir á Selvík, Ketu eða Malland
eða sambland þessara jarða. Hvanná
uppi í heiði gæti minnt á Efranes.
Greinilegust er samsvörun við
raunveruleikann í Gulnuðum blöð-
um. Þar er Grenivík augljóslega Keta,
og Malland er jörðin sem hin barn-
marga fjölskylda flyst síðar á. Og skal
í framhaldi af því vikið að fyrir-
myndum að persónum í þeirri sögu.
Guðni og Brynhildur eru tvímæla-
laust Árni og Baldvina foreldrar
Guðrúnar. Þau bjuggu í Ketu 1903—
1904 og fóru þaðan að Mallandi. I
Ketu bjuggu þau á móti Magnúsi
(Markúsi) Magnússyni, sem dó 1906.
Ráðskona hans var Magnea (Margrét)
systir Guðrúnar. Bróðir Magnúsar,
Sveinn (Sveinbjörn) fór til Vestur-
heims. Einhver leiðindi urðu út af
erfðamálum eftir lát Magnúsar í
Ketu. Gulnuð blöð er tvímælalaust
lítt stílfærðar æskuminningar Guð-
25