Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 32

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 32
SKAGFIRÐINGABÓK fyrir karla, þó að ungar stúlkur væru oft með. En karlar einir fóru í göng- ur. Konur mjólkuðu kvíaær og kýr, en þó mjólkuðu karlar stundum með konum, ef illa stóð á, en þá gat hæg- lega komið fyrir að kýrnar seldu illa ef nýjar ómjúkar hendur fóru um júgur þeirra og gæluorð skorti. A vetrum höfðu karlar sitthvað fyrir stafni auk skepnuhirðingar. Þeir táðu og spunnu hrosshár og brugðu reipi, bjuggu til hagldir úr horni, smíðuðu og dyttuðu að amboðum, rökuðu gærur, blásteinslituðu þær og spýttu á þil. Samgöngutækið var vitaskuld hesturinn og þótti ekki annað við hæfi en konur riðu í söðli, unglingar urðu oft að láta sér nægja gæruskinn eða þófa. Ferðalög gátu orðið hröslu- leg og jafnvel hættuleg, ef menn voru illa drukknir og ef yfir vond vatnsföll var að fara, svo sem Buslu. Fyrir kom að smábörn væru flutt í móhripum á klakki á milli bæja og voru þau þá vafin í sængur. Þegar flytja þurfti veikt fólk og sleðafæri var, var sleginn saman kassi á sleðann og sjúklingurinn fluttur þannig í rúmfötum. Og úr því að minnst er á rúmföt er stundum talað um að „mýkja undirsængurnar". Voru konur mislagnar við það. Gunnhildur á Hraunhömrum „mýkti“ sæng Þorgeirs bónda síns sérstaklega vel, en Sigur- fljóð á Hálsi illa. Þessar mýkingar hygg ég að skýrist af því, að und- irsængur voru þykkar fiðursængur, oft af fiðri sjófugla, sem vildi hnykl- ast, en ekki dúnsængur. Bændur voru misduglegir við jarðabætur. Fremstir í flokki voru þar líklega Kristján á Hofi og Sigurður á Hraunhömrum. Sá síðarnefndi þræl- aði sér endalaust út við ofanristu með spaða uns allt Hvammstúnið var orðið rennislétt. Síðar komu plógur og herfi, ungir menn lærðu plæging- ar og allt varð léttara og gekk greiðara. Eins og af framangreindu má sjá var verkaskipting milli karla og kvenna yfirleitt skýr. Konur sinntu verkum innanbæjar, en karlar utanbæjar og hlutverkum við heyskap var skipt eftir nokkurn veginn föstum reglum. I sögum Guðrúnar kemur vel fram að það var litið óhýru auga ef farið var yfir markalínu verkskiptingar. Það þótti afar ókvenlegt að hirða fé og fara í göngur. Ókvenlegt var að ríða í hnakk og venjulegu pilsi, svo að ekki sé talað um að ganga í karl- mannsfötum. I þeim sögum sem lengst gengu í átt til nútímans var sláttuvélin tekin við af orfinu og bílar af hestunum, í kaupstaðarferðum að minnsta kosti, og vélbátar leystu árabátana af hólmi. Sími var kominn í þorpin og á helstu bæi þar í nánd og útvarpið flutti fólki fréttir, ekki síst veðurfréttir. Taka má fram, að því fer fjarri, að frá framangreindu sé sagt í einhvers konar fræða- eða þjóðháttastíl. Það kemur einungis fram þar sem við á sem eðlilegur og sjálfsagður hluti frá- sagnarinnar, og getur því verið að nú- tímalesandi eigi stundum erfitt með að átta sig á hvað átt er við með að „taka af‘ (rýja) og „taka ofan af‘ (ull). Þá er að víkja að veðurlýsingum, en þær koma víða fyrir. Öllu réttara væri þó líklega að tala um tíðarfar. Glefsur úr sögunum sýna hvernig höfundur fjallaði um það efni: 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.