Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 34
SKAGFIRÐINGABÓK
sögunni. Og það sem ég ætlaði
sérstaklega að minnast á í framhaldi
af veðurlýsingum: forspár dregnar af
veðri og táknræn merking veðurs.
Mjög mörg dæmi eru um þetta í
sögunum. Eg tilgreini fáein. Eitt er
um brúðkaupsdag Jóns og Önnu á
Nautaflötum:
Brúðkaupsdagurinn rann upp heið-
skír og fagur. Morgunsólin hellti
geislaflóði yfir háreista torfbæinn og
gráa timburkirkjuna frammi í dal-
botninum. Hún var að leggja bless-
un sína yfir ungu eftirlætisbörnin,
sem í dag ætluðu að stíga þýðing-
armesta sporið í lífinu.
„Bærilega spáir nú veðrið fyrir
blessuðum börnunum", sagði Lísi-
bet húsfreyja, þegar hún hafði boðið
manni sínum góðan daginn. „Alveg
eins og þegar við giftum okkur.
Manstu hvað veðrið var gott?“
„Já, auðvitað man ég það, og ég
vildi óska, að þau ættu fyrir hendi
annað eins hjónaband. Þau eru bara
svo mikil börn ennþá."
Upp úr hádeginu fór að þykkna í
lofti.
„Skýin gátu nú gjarnan látið vera
að byrgja sólin svona strax“, sagði
Lísibet. Hún hafði sterka trú á gift-
ingardeginum.
„Góða mamma, vertu nú ekki
hjátrúarfuh", sagði Jón. „Þó að það
yrði grenjandi hríð, yrðum við alltaf
jafn sæl og hamingjusöm“.
En vissulega bar dökka skugga á
hjúskap Jóns og Önnu, þegar á leið.
Öðru vísi viðraði, þegar Þóra í
Hvammi og Sigurður giftu sig, enda
var það svo sannarlega ástlaust og kalt
hjónaband með kaldlyndum og
tillitslausum eiginmanni:
„Við verðum að láta stíga liðugt,
svo að við verðum ekki gegnblaut“,
sagði Þóra, þegar þau riðu úr hlaði“.
„Hamingjan góða að gifta sig í
þessu óveðri", sagði Borghildur“.
Það fór ekki hjá því að veðurguð-
irnir létu eitthvað til sín taka, þegar
óartarskepnan Ketilríður var jarðsett:
„... kaldur og sólarlaus frostdag-
ur...“. Þegar kistan var borin út úr
kirkjunni, dreif yfir dimmt haglél,
sem buldi á kistunni eins og smá-
steinar og særði líkfylgdina í and-
litið. Þegar lokið var að moka ofan í
gröfina, skein sólin í fyrsta sinn á
þessum kaldranalega degi.
„Það þurfti nú svo sem enginn að
búast við því betra, þegar hún
Ketilríður yrði borin til grafar", sagði
Ragnheiður gamla á Hóli. „Hún sagði
mér það hún móðir mín sæl, að það
væri áreiðanlegt, að jarðarfarardag-
urinn væri spegilmynd af lífi þess,
sem liðinn væri. Og það var aldrei
neitt hlýtt í kringum þessa konu.“
Öðru vísi var veðrið þegar litla
ljósið hennar Línu og Jóns á Nauta-
flötum var jarðsett, þó að það væri
getið í meinum. Þá var fagur sól-
skinsdagur.
IX. Málfar og stíll
Guðrún frá Lundi var mikil sagna-
kona. Bersýnilega hafði hún mikið
yndi af að segja sögu með pennann í
hendi. Hún virðist hafa getað spun-
nið sögur sínar næstum endalaust og
ausið úr ótæmandi brunni. Henni
var sú list lagin að byggja upp drama-
30