Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 40

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 40
SKAGFIRÐINGABÓK Margt sem þótti gott á átjándu og nítjándu öld þótti ekki merkilegt á þeirri nítjándu og tuttugustu. „Ureltur smekkur" er vissulega af- stætt hugtak. Hvað skyldi tuttugasta og fyrsta öldin bera í skauti sínu? Hverjir teljast þá góðir höfundar af þeim sem hátt bar á þeirri tuttug- ustu? Hvað verður þá um Guðrúnu frá Lundi? Eiginlega finnst mér, að Guðrún frá Lundi hafi aldrei þurft að „semja“ neitt, ekki hugsa einhverja atburðarás eða fléttur fyrirfram. Hún hvarf bara í dalinn sinn eða á ströndina. Þar var fólkið hennar. Hún þurfti einungis að fylgjast með því og hlusta á það. Hennar hlutverk var að „segja frá“. Ætli henni hafi fundist hún ráða miklu um framvindu lífs þess eða hvað á daga þess dreif? Lifði það ekki lífi sínu án íhlutunar hennar? Vissu- lega gat hún látið í ljós ánægju eða vanþóknun á framferði sumra og fellt dóma. Það gerði hún oft og einatt. Hún var alls ekki hlutlaus áhorfandi. En Guðrún var fremur öðru sögumað- ur. Frásagnargleði hennar og frásagn- arþörf var einstök. Stundum var eins og hún gæti ekki hætt að segja frá, eins og t.a.m. í síðustu bók hennar. Sögukonur, sumar bráðsnjallar, hafa löngum verið til á Islandi og íslensk- ar bókmenntir eiga þeim mikið að þakka. Þær hafa þó sjaldnast skráð sögur sínar á blöð heldur flutt þær munnlega ungum hlustendum sínum, oft af miklu listfengi. Þannig mun tilkomið margt af hinum hrífandi ævintýrum og líklega margar huldu- fólkssagnanna. Guðrún frá Lundi læt- ur eina af persónum sínum, Önnu gömlu í skúrnum, segja eina langa sögu, raunar heila bók, Gulnuð blöð. Það er varla tilviljun að þessi saga er lítt stílfærðar bernskuminningar Guðrúnar sjálfrar og þá er nærtækt að ætla að Anna þessi sé höfundurinn sjálfur. Sumum þótti það ekki merkileg iðja, þegar Jón Árnason hóf söfnun þjóðsagna og ævintýra sinna. Kannski hefur einhverjum verið svipað í huga og Bjarna Benediktssyni í framan- greindum ritdómi. Hvað átti það að þýða að vera að skrifa upp þetta rugl eftir afgömlum kerlingum, sem engir höfðu gaman af nema fávísar barn- kindur? Samt fór svo að mætir og lærðir menn tóku að sjá, að hér voru á ferðinni einstæðar bókmenntir, þjóðargersemi, sagnasjóður, sem geymst hafði í sálardjúpi fátækrar þjóðar um aldir. Þjóðsögur Jóns Árna- sonar voru lesnar upp til agna af ungum jafnt sem öldnum. Líkt var farið um sögur Guðrúnar frá Lundi. Ekkert skorti þó á að þeir sem töldu sig kjörna smekkmenn á bókmenntir teldu þetta ómerkilegar sögur — fá- nýtar kerlingabækur. Að því kom þó — líkt og með Þjóðsögurnar — að fleiri og fleiri fóru að átta sig á kostunum. Sögur Guðrúnar eru einstakar að því leyti hversu vel þær endurspegla sál- arlíf alþýðufólks til sveita á vissu tímabili. Við kynnumst því hvernig það hugsaði, hvað það talaði hvert við annað og hvernig það komst að orði, hverjar voru áhyggjur þess, hvað gladdi það og eftir hverju það sóttist. Allt verður þetta Ijóslifandi fyrir lesandanum. Sögur Guðrúnar voru líka lesnar upp til agna hvað sem hver sagði. Nú er svo komið að erfitt er að ná bókum hennar saman fyrir þá 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.