Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 50
SKAGFIRÐINGABÓK
Á brúarvœngnum. F.v. Óli Fcereyingur,
Hermann Jónssonfrá Molastöðum með har-
monikuna, bróðir höfundar, síðar bóndi í
Lambanesi í Fljótum, og Guðbjartur
Finnbogason loftskeytamaður.
trollinu. Þá var farið á Patreksfjörð
og fengið troll með togara frá Reykja-
vík, sem var á leið á Halamið. Er búið
var að slá trollinu undir, var farið út á
Vestfjarðamið og trollinu kastað.
Ekki var búið að toga nema korter til
tuttugu mínútur er komið var suð-
vestan ofsaveður. Lentum við í miklu
basli að ná trollinu inn og
sjóbúa. Menn voru oft og
tíðum á kafi í sjó við
lunninguna við að sjóbúa
trollið. Þetta var veðrið sem
grandaði vitaskipinu Her-
móði með tólf manna áhöfn
við Reykjanes 18. febrúar
1959.
Nú var leitað hafnar á
Flateyri og legið þar uns
veðrið gekk niður. Er við
vorum búnir að binda skipið
við bryggju settumst við inn
í matsal, fengum okkur kaffi
og spjölluðum saman. Einn
hásetinn hét Gísli Gíslason
frá Akranesi, alveg hörku-
nagli. Það var eins og kuldi
biti ekki á hann, alltaf létt-
klæddur við vinnu um borð
við hvaða aðstæður sem var.
Segist hann nú munu fara af
skipinu um leið og við
komum næst á Sauðárkrók.
„Ur því að við sluppum úr
manndrápsveðrinu við Ný-
fundnaland þá fer ég ekki að
drepa mig hér heima við
landsteinana." Hann stóð við orð sín
og fór af skipinu er við komum næst
á Sauðárkrók. Hann átti kærustu á
Hofsósi og fór til hennar. Búið var að
gera margar atrennur til að ná honum
um borð, því þetta var harðasti og
duglegasti hásetinn á skipinu, en
allar tilraunir mistókust. Hann réði
sig svo um haustið á mótorbátinn
Svan á Hofsósi og fórst með honum
ásamt tveimur öðrum hinn 9- nóvem-
ber þá um haustið, í norðvestan
áhlaupi. Báturinn lenti upp í fjöru
neðan við Hofsósþorpið. Þar sann-
46