Skagfirðingabók - 01.01.2008, Qupperneq 53
HANNES PÉTURSSON
HÚSAFELLSSTEINN í GOÐDÖLUM
í.
Fróðleiksmaðurinn Björn Egilsson
á Sveinsstöðum var alllengi með-
hjálpari í sóknarkirkju sinni í Goð-
dölum og sló einnig kirkjugarðinn
þar sumar eftir sumar með orfi sínu
og ljá. Hann þekkti flestum mönnum
betur þúfurnar í þeim guðsbarnareit,
þótt engin væri nafnfjölin eða kross-
inn.
Góðviðrisdag einn nálægt 1970
leiddi Björn mig, fávísan gest, gegn-
um sáluhlið Goðdalagarðs í því skyni
að sýna mér legstaði, suma merkta, en
fleiri ómerkta. Við gengum hægt og
kristilega milli leiðanna, og þar kom
að fyrir fótum okkar lá í grasi rauðleit
leghella, ekki mikil um sig. Letrið var
sums staðar skemmt af tímans tönn,
þeirri sem allt nagar.
Ég áttaði mig á því að hellan var
tilhöggvin á Húsafelli í Borgarfirði,
hafði fáum árum fyrr lesið grein eftir
Þór Magnússon um legsteinasmíði
Húsafellsmanna1 og steinninn sór sig
að öllu leyti í þá ættina. Ég minntist
á þetta við Björn, en gerðist um leið
forvitinn.
Ekkert minningarmark þessu líkt
sást í garðinum. Og vissi Björn upp á
hár hver þarna lá grafinn, sagðist þó
ekki geta lesið öllu meira af því sem
á steininum stóð en nafn hins fram-
liðna: Magnús Sigurðsson. Hóf síðan
að þylja það sem hann vissi gerst um
Magnús þennan, en ég lagði við eyra.
Og ég trúi því að sólþurrt grasið í
kringum okkur hafi líka hlustað á vin
minn og fræðara.
Þarna hvílir, mælti Björn, séra
Magnús, sonur Sigurðar Jónssonar
prests í Goðdölum. Magnús hlaut á
námsárum viðurnefnið græni eða
græni hatturinn. Hann þótti kynd-
ugur og drukknaði ungur í Svartá.
Hvíslað var hér í Skagafirði að Anna
Signður, dóttir Ara fjórðungslæknis
á Flugumýri, hefði trúlofazt Magnúsi,
en heitorðið verið fals eitt af hennar
hálfu. Þegar svo Magnús féll frá áður
en til hjónavígslu kom sá hún sér leik
á borði, syrgði hann heitt og innilega
og lét gera í ræktarskyni við minn-
ingu hans þennan legstein á sinn
kostnað, en í raun og veru til þess
eins að sleikja sig upp við séra Sig-
urð, sem var stórefnamaður, í von um
vænan fjárhlut fyrir bragðið sem
unnusta sonar hans.
Ekki ábyrgðist Björn hvort saga
þessi var sönn eða login.
4 Skagfirðingabók
49