Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 55
HÚSAFELLSSTEINN f GOÐDÖLUM
smellur það ekki við það
sem ég las á legsteini
hans), einkasonur staðar-
prestsins þar, Sigurðar
Jónssonar, og konu hans
Elínar Magnúsdóttur. Hann
sat aðeins einn vetur í
Bessastaðaskóla, 1816—17,
„við daufan orðstír"2 og
nam skólalærdóm að mestu
hjá séra Einari H.
Thorlaciusi, þeim nafn-
kennda lærdómsmanni, en
útskrifaðist stúdent frá
Geir biskupi Vídalín 10.
júlí 1821. Árið eftir hafði
faðir hans brauðaskipti við
Einar H. Thorlacius, sem
setið hafði í Goðdölum,
og fluttist Magnús stúdent
með foreldrum sínum
þangað vestur og var með
þeim næstu missiri. Hann
var „annarlegur mjög og
þótti lítið að manni og þó
reisingamikiir skrifar Espó-
lín í Sögu frá Skagfirðingum.
Hinn 7. september 1826
fékk Magnús veitingu fyrir
Nesi í Aðaldal, þótt hann
væri „stundum lítt með
ráði“ skráir Espólín enn (nú
í Árbókunum), en fór aldrei
norður í brauð sitt, fékk
þess í stað Reynistaðarklausturs-
prestakall 11. apríl 1827 í skiptum
við sérann þar og sat á Hafsteins-
stöðum.
Þann tíma sem séra Magnús gegndi
Reynistaðarkalli reis þrætumál út
af landamerkjum milli föður hans
og Magnúsar prests Magnússonar í
Glaumbæ annars vegar, en hins vegar
Steinninn á leiði séra Magnúsar Sigurðssonar.
Ljósm.: Haukur Hannesson, 1998.
umboðsmanns Reynistaðarklausturs-
jarða sem þá var Einar Guðmundsson
á Hraunum í Fljótum. Þeir prest-
arnir töpuðu málinu í héraði og skutu
því til yfirréttar fyrir sunnan, „og var
Magnús prestur, son Sigurðar prests,
að æfa í að sækja málin; þótti mönn-
um þá sem eigi batnaði ráðdeild
hans“ stendur í Sögu frá Skagfirðing-
51