Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 58

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 58
SKAGFIRÐINGABÓK hjónanna í Goðdölum til hennar. í brúðkaupsveizlu þeirra Péturs Péturs- sonar 17. nóvember 1835 gaf Sigurð- ur prestur Önnu Sigríði „brúðargáfu og leiddi hana til arfs að nokkru af fé sínu, sem mikið var talið“. Og árið 1838, þegar séra Sigurður lét af em- bætti í Goðdölum, tekinn „mjög að eldast og þreytast" og þau hjón bjuggu sig undir að flytjast í brott, segir í sögunni að Elín Magnúsdóttir, kona séra Sigurðar, hafi „áður ánafnað fé sitt Önnu Sigríði Aradóttur, konu Péturs prests á Helgafelli". Hvergi er í Sögu frá Skagfirðingum ýjað að því að þau Magnús græni og Anna Sigríður hafi verið heitbundin, né heldur er þar vikið að neins konar brögðum sem hún beitti til þess að fémunir prestshjónanna í Goðdölum féllu sér í skaut; og er þó ekki sparað í þeim gagnlega sagnabálki að segja löst eigi miður en kost á mönnum og málum. Aðrir töldu sig vita betur en höf- undar þess rits, Espólín og Einar Bjarnason á Mælifelli. Einn þeirra var Níels Jónsson skáldi. Árið 1838, tíu árum eftir drukknun Magnúsar prests græna og ári fyrir andlát Önnu Sigríðar, kvað hann Rímur af Viktoríu Ninon, fimm talsins. Þar læzt hann hafa fyrir sér útlent ævintýri, en yrkir í raun og sanni um Magnús græna, Önnu Sigríði, séra Sigurð í Goðdölum, Ara fjórðungslækni og fleiri persónur, allar undir dulnefni. Efni rímnanna, þessa ævintýris um ástamál og fjármál, rekur Finnur Sig- mundsson í bók um Níels skálda. Hann vitnar til bréfs sem Ólafur Sigurðsson í Ási í Hegranesi (Ólafur er skakkt kynntur í bókinni) sendi séra Þorleifi Jónssyni á Skinnastað 8. janúar 1891- Ólafur kann full skil á rímunum og skýrir dulnefnin. Hann segir að Viktoríurímur séu „að öllu verulegu, eða í höfuðatriðum, sannar, þó Níels sem skáld kunni einhverju að hafa spáð í eyðurnar, eins og varð að vera, þar sem um heimulegt ráðabmgg og samtöl er að ræða“. Hann ritar ennfremur að sagan byrji „eitt- hvað lítið fyrir 1820, eða rétt fyrir mitt minni, en eftir seinni hlutan- um man eg vel“. Og þegar Ólafur hefur bent á að Anna Sigríður á Flugumýri sé „Viktoría" rímnanna bætir hann við: „Hún var sú lang- fínasta og stásslegasta hefðarmær, sem þá var til í Skagafirði. (Eg get borið um það, því eg kom drengur að Flugumýri og sá hana).“ Heldur síðan áfram og ber saman Viktoríu- rímur og staðreyndir: Hún [þ.e. Viktoría] sat þannig ógef- in heima, því engir þorðu að henni, þar hver og einn mátti búast við hryggbroti. Svo hafði hún það af föður sínum, að hún var bæði klók og fégjörn. Þannig var eigi fyrir fé- lausa stúdenta að leita þangað. Nú kemur biskupinn, faðir „Mikaels", til sögunnar. Það er Sigurður prestur í Goðdölum, jarðeignamaður mikill og maurapúki, kallaður pokaprest- ur. Hann átti einn son, sem Magn- ús hét, er síðan var kallaður Magnús græni, en það var nú ekki fyrr en hann var kominn í skóla. Einu sinni kemur síra Sigurði til hugar að út- vega syni sínum Önnu Sigríði fyrir konu, því hann áleit það heldur líf- vænlegt, þegar hvorutveggja reyt- urnar kæmu saman. Svo var sagt, að 54
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.