Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 60
SKAGFIRÐINGABÓK
helluna á leiði séra Magnúsar. Sönnun
þess stendur meitluð á helluna neðst:
S. Jónsson. Það nafn reyndist auðlesið
hér um árið, þótt fleira í letrinu væri
strembið fyrir augum mínum, nafn
séra Sigurðar Jónssonar til staðfest-
ingar því að hann hefði látið gera
stein þennan í minningu sonar síns.
Nokkrum árum síðar rakst ég á heim-
ild sem studdi þetta óyggjandi. I
minnisgreinum Gísla Konráðssonar,
þeim sem hann kallar Arbókarstúf
(Lbs. 1121 4to), segir frá drukknun
Magnúsar græna, og getur Gísli þess
að séra Sigurður hafi keypt „stein yfir
hann að Jakobi smið Snorrasyni á
Húsafelli suður“.
(Ekki þori ég að segja hvort kannað
hefur verið hvað til er af leghellum
úr Húsafellsgrjóti í skagfirzkum
kirkjugörðum. Auk steinsins í Goð-
dölum er mér aðeins kunnugt um
þann stein sem Jón prófastur Kon-
ráðsson lét setja á leiði fyrri konu
sinnar í Mælifellsgarði, Sesselju
Stefánsdóttur, d. 1821. Hann var
„höggvinn af þjóðhagasmiðnum sál.
Jakobi Snorrasyni á Húsafelli, úr
þeirri ágætu steinategund, sem
finnst í Húsafellsfjalli og Jakob hjó
marga fleiri legsteina úr“ skrifar
Daði fróði, sbr. Menn og minjar II,
Rv. 1946, bls. 58. Jakob Snorrason
féll frá 1839.)
2007
Heimildir:
1 Þór Magnússon: „Legsteinar í Reykholts-
kirkjugarði“. Árbók Hins íslenzka forn-
leifafélags 1963. Ritstjóri Kristján
Eldjárn. Rv. 1964, bls. 65—84. — Sjá
ennfremur grein eftir Þór Magnússon í
Lesbók Morgunblaðsins 8. janúar 1978.
„Handaverk Húsafellsmanna".
2 Páll Eggert Ólason: íslenzkar œviskrár
III. Rv. 1950, bls. 454.
3 Biskupinn í GörSum. Sendibréf 1810-
1853- Finnur Sigmundsson bjó til
prentunar. Rv. 1953, bls. 113.
4 Þjóðhcettir og xvisögur frá 19. öld. Minnis-
blöð Finns á Kjörseyri. Ak. 1945, bls.
228-29.
5 Menn og minjar V. Níels skáldi. Finnur
Sigmundsson bjó til prentunar. Rv.
1948, bls. 71-74.
6 Bólu-Hjálmarssaga. Efni til hennar safn-
aði Símon Dalaskáld. Ritað hefir og
aukið Brynjólfur Jónsson frá Minna-
Núpi. Eyrarbakka 1911, bls. 62.
Um tilvitnanir í Sögu frá Skagfirðingum, Rv.
1976-79, og Árbcekur Espólíns (íslands Ár-
bcekur t sögu-formi), Kh. 1821—55, vísast í
nafnaskrár ritanna.
56