Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 61
GUÐNÝ ZOÉGA
KELDUDALUR f HEGRANESI
Fornleifarannsóknir 2002—2007
Skagafjörður er söguríkt hérað.
Fyrrum var það miðstöð kirkjulegs
valds á Norðurlandi og vettvangur
margra stóratburða. Síðastliðin ár
hafa margar fornleifarannsóknir farið
fram í héraðinu og má þar helsta
nefna viðamikla þverfaglega rann-
sókn á biskupssetrinu á Hólum og
höfn þess við Kolkuós. Fornleifa-
rannsóknir á þessum stöðum, sem og
fleirum innan héraðsins, hafa leitt
margt nýtt í ljós og aukið við og
breytt þeirri mynd sem við höfum
af stöðunum og sögu þeirra. I jörðu
felst mikil saga sem hvergi hefur
komist á blað og eru þöglar tófta- eða
mannvistarleifar gjarnan eini vitnis-
burðurinn um forna byggð. Sú saga
kemur oft óvænt upp á yfirborðið og
verður aðeins túlkuð með aðferða-
fræði fornleifafræðinnar. Einn þeirra
staða sem svo háttar um er Keldu-
dalur í Hegranesi. I þúsund ár hafði
jörðin í Keldudal geymt óröskuð og
óséð ummerki elstu byggðar, leifar
íveru- og útihúsa, kumlateigs, kirkju
og kirkjugarðs.
A haustdögum árið 2002 var Þór-
arinn Leifsson bóndi í Keldudal að
grafa grunn að ferðaþjónustuhúsi á
bæjarstæði sínu, þegar hann tók eftir
einhverju ókennilegu í uppmokstr-
inum. Þegar betur var að gáð reynd-
ust þetta höfuðkúpur manna og aðr-
ar beinaleifar og var framkvæmdum
við húsið snarlega hætt. Eins og lög
kveða á um var Þór Hjaltalín minja-
verði Norðurlands vestra, sem er starfs-
maður Fornleifaverndar ríkisins á
Sauðárkróki, tilkynnt um fundinn og
gerði hann frumathugun á staðnum.
Frá upphafi var ljóst að um mjög
fornan grafreit var að ræða þar sem
gráhvít gjóska frá gosi úr Heklu
1104 lá yfir gröf sem sjá mátti í suð-
urhlið húsgrunnsins. Þetta þýddi að
gröfín var eldri en gjóskan. Hins-
vegar var óljóst hvert umfang þessa
grafreits var eða hvort hann væri úr
heiðnum eða kristnum sið.
Síðla í september þetta ár var svo
ráðist í frekari fornleifarannsókn á
staðnum til að úrskurða hvers kyns
minjar um væri að ræða og til að
bjarga því sem bjargað yrði áður en
byggingaframkvæmdir hæfust fyrir
alvöru. Sú rannsókn leiddi síðan í
ljós einn áhugaverðasta fornleifafund
seinni ára, sem var þó bara upphafið
að viðamiklum fornleifarannsóknum
57