Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 63
KELDUDALUR f HEGRANESI
lagt til með höfuðið í vesturenda
grafarinnar. Einnig mótaði fyrir gröf-
inni í botni grunnsins, út frá sniðinu,
og útlínum annarrar grafar við hlið-
ina á henni. Dýpt grafanna kom vel
fram í sniðinu. Þær voru um 50 cm
djúpar og grafnar lítið eitt niður í
náttúrulegt malarlag. I slitrum á yfir-
borði þeirra var gjóska úr eldgosinu í
Heklu árið 1104 sem sýnir að gjósk-
an hefúr fallið ofan á grafirnar. I báð-
um mátti einnig greina kistuleifar.
I kristnum sið er venjan að lík liggi
austur-vestur með höfuð í vestur.
Það fór því ekki milli mála að þarna
hvíldu lík manna sem uppi voru á
11. öld, en lega grafa og umbúnaður
benti til að um væri að ræða kristinn
frekar en heiðinn grafreit.
Grunnurinn virtist, við fyrstu sýn,
kominn niður að náttúrulegu malar-
lagi og engar sérstakar væntingar
voru til þess að fleiri heillegar grafir
fyndust. Raunin varð þó önnur. Þegar
farið var að hreinsa ofan af svæðinu
kom í ljós að meiri hluti grafanna
var enn á sínum stað, þrátt fyrir að
mjög grunnt hafi verið niður á sumar
þeirra, stundum einungis örfáir senti-
metrar. Meiri jarðvegur lá yfir þeim
við ytri mörk grunnsins til norðurs
og suðurs. Voru þar allt að 60 cm
niður á grafirnar, sérstaklega norðan-
megin. Þegar búið var að sigta alla
lausamold sem komið hafði upp úr
grunninum, varð ljóst að grafir um
þriggja til fjögurra einstaklinga aust-
anvert í grunninum höfðu verið
grafnar burtu í heild sinni. Alls
komu upp 35 heillegar beinagrind-
ur við gröftinn, um helmingur þeirra
beinagrindur barna. Varðveisluskilyrði
í kirkjugarðinum voru almennt mjög
góð og varðveisla flestra beinagrind-
anna með ágætum, t.a.m. fundust marg-
ar heillegar beinagrindur ungbarna
við uppgröftinn, en slíkt er fátítt og
sárafáar beinagrindur ungbarna er að
finna í beinasöfnum hérlendis.
Grafreitur úr heiðni
RANNSÓKN kirkjugarðsins haustið 2002
var einskorðuð við grunn ferða-
þjónustuhússins þar sem mikið lá á
að reisa það fyrir veturinn. Það var
hinsvegar ljóst að einungis var búið
að grafa upp hluta garðsins. Því var
ákveðið að grafa upp afganginn
sumarið eftir, svo að bændur í Keldu-
dal gætu gengið frá lóð framan við
húsið. Framlag fékkst til hluta
verksins frá Menntamálaráðuneytinu,
en að öðru leyti var rannsóknin unnin
með framlagi Byggðasafns Skagfirð-
inga og Hólarannsóknarinnar. Upp-
gröfturinn átti að hefjast í júlí 2003,
en áður en það varð kom Keldudalur
enn á óvart. Þremur vikum áður en
uppgröftur skyldi hefjast tilkynntu
bændur í Keldudal um annan manna-
beinafund. I þetta sinn við jarð-
vinnslu á klapparhæð nyrst í túni, um
500 m norðan bæjarstæðisins og
kirkjugarðsins. Þar kom upp höfuð-
kúpa og fleiri illa farin mannabein.
Við nánari athugun á svæðinu kom
í ljós að þarna voru a.m.k. fjórar graf-
ir á um 20x5 m stóru svæði, rétt und-
ir grasrót. Allar grafirnar voru rót-
aðar, bæði af vélunum sem notaðar
voru til að vinna túnið, en einnig
virtist hafa verið hreyft við þeim ein-
hvern tímann í fyrndinni. Tvær
grafanna voru sæmilega heillegar en
59