Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 66
SKAGFIRÐINGABÓK
Klœðaprjónn úr beini með útskornu dýrshöfði. Prjónninn fannst við uppgröftin í Keldudal
sumarið 2003. Teikning: Eavan O'Dochartaigh.
vísbending var um þá fjórðu. Einnig
fundust dálitlar leifar af tréverki við
eina stoðarholuna. Því miður hefur
grafan sennilega skemmt aðrar leifar
kirkjunnar. Þessar fátæklegu kirkju-
leifar benda til þess að þarna hafi stað-
ið svokallað stólpahús sem er elsta
gerð stafverkshúsa þar sem hornstoðir
bygginga voru grafnar niður.
Kirkjuleifarnar voru sem fyrr segir
óverulegar en stoðarholurnar fjórar
hafa að líkindum tilheyrt kirkjuskip-
inu. Grafirnar mynduðu auk þess
beinar línur umhverfis kirkjuna sem
gerði kleift að áætla frekar form
hennar þrátt fyrir að stærsti hluti
hennar væri horfinn. Með því að nota
afmörkun grafanna og staðsetningu
stoðarholanna má ímynda sér að
kirkjan hafi verið um 3 m á breidd og
a.m.k. 3—4 m á lengd að innanmáli.
Ekki verður fullyrt að kór hafi verið
á kirkjunni en ekki er það útilokað,
þá á austurgafli eins og oft virðist
hafa verið.6
Þetta sumar voru grafnar upp
beinagrindur 19 manna, til viðbótar
við þær 35 sem fundust árið áður, í
allt 54 einstaklingar. Grafirnar voru
alls 52, en í tveimur þeirra voru bein
tveggja einstaklinga. Laus mannbein
sem fundust þegar mold úr hús-
grunninum var sigtuð, gefa aftur á
móti til kynna að grafirnar í kirkju-
garðinum hafi verið fleiri, ef til vill
allt að 60.
Skáli undir kirkjugarðinum
INNAN fornleifafræðinnar er haft fyrir
satt að spennandi hlutir komi alltaf
fram þegar uppgrefti er að ljúka, og
var Keldudalur þar engin undan-
tekning. Undir lok rannsóknarinnar
sumarið 2003 fundust óvænt leifar
skálabyggingar vestast í kirkjugarð-
inum. Grafir undir vesturgafli kirkj-
unnar höfðu verið teknar ofan í það
sem virst hafði torfhlaðinn veggur eða
garður, en eftir þvf sem rannsókninni
vatt fram kom í ljós að um var að
ræða austurlanghlið í aflöngu íveru-
húsi eða skálabyggingu. Byggingin
hefur verið hrunin eða henni rutt um
áður en kirkjugarðurinn var tekinn í
notkun. Nokkur dæld hefur myndast
við hrun skálans þar sem hann var
niðurgrafinn og greinilegt að borið
hafði verið að torf eða jarðefni til að
slétta út fyrir kirkjugarðinn. Neðan
þess fundust leifar þekju úr rauðleitu
mýrartorfi og kvistum, en neðst var
örþunnt gólflag sem lá beint ofan á
sömu jökulmöl og grafirnar voru
reknar í. I skálagólfinu lágu tvö
62