Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 67
KELDUDALUR í HEGRANESI
Myndsem sýn'trþver-
snið í vestari langvegg
skálabyggingarinnar.
Veggurinn hefur verið
um metri á þykkt
(lengd stikunnar á
myndinni) og grein't-
lega má sjá klömbru-
hnausana til hliðar
sitt hvorumegin í
veggnum og uþþfyll-
inguna á milli.
Hœgra megin veggj-
arins má sjá hrtm úr
honum og ofan þess
grjótröðina sem af-
markaði útbrún
kirkjugarðsveggjarins.
Ljósm.: Guðný Zoega.
grjóthlaðin eldstæði sem virðast hafa
verið í notkun samtímis, annað lang-
eldur. I honum var töluvert af
brenndum dýrabeinaleifum.
Skálinn hefur legið norður-suður
með framhlið til vesturs en náttúru-
leg brekka var austan til og hefur
byggingin verið að hluta grafin inn
í hana. Austurveggur skálans hefur
legið í brekkunni en skálagólfið um
50 cm neðan hans. Við gólfið eftir
austurhlið skálans voru afmörkuð
sæti eða bekkir, svokölluð set, en slík
set lágu jafnan meðfram veggjum
skálabygginga og gegndu hlutverki
sætis og rúms fyrir skálabúa. Veggir
skálans voru forvitnilegir, en þegar
tekið var snið í þá kom í ljós að þeir
voru tvíhlaðnir, þ.e. inn- og úthliðar
þeirra voru hlaðnar úr klömbru-
hnausum og lausu jarðefni troðið í
milli til uppfyllingar. Slík veggjagerð
er þekkt í Skagafirði fram á 20. öld.
Að frátöldum könnunarskurði, sem
var grafinn til að kanna breidd skál-
ans, hefur gólfflötur hans ekki verið
rannsakaður utan garðs. Skálinn ligg-
ur undir kirkjugarðsvegginn að vest-
an og teygir sig út fyrir hann bæði
í norður- og suðurátt. Hann virðist
vera 6—7 m á breidd að ytra máli, líkt
og skálinn á Eiríksstöðum í Haukadal
í Dalasýslu, en sá skáli var 18 m að
lengd.7
I sumum grafanna í kirkjugarð-
inum fundust dýrabein og að því er
virtust aðrar leifar sorps. Það hafði
valdið rannsakendum miklum heila-
brotum. Fundur skálans skýrði þó að
nokkru þessi ruslalög en vísast eru
þau úr sorphaugi skálabúa, sem þá
hefur staðið bak skálanum þar sem
kirkjugarðurinn lá.
Að frátöldum dýrabeinum, kistum
og mannabeinum fundust mjög fáir
gripir í garðinum. Slíkt er ekki ó-
vanalegt í uppgrefti á elstu byggða-
leifum, því hlutum var ekki fleygt
63