Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 71
KELDUDALUR í HEGRANESI
15 metres
Keldudalur - kirkjugarður og skáll
Klrkjugarösveggur
T6m gröf
| Konur
g Karlar
Ungllngar 12-18 ára
Böm 3-12 ára
Ungböm 0-3 ára
■91 Kyn övlsl
Yfirlitsteikning sem sýnir kirkjugarðinn í Keldudal. Sjá má af myndinni að ekki hefur
verið ýkja þétt grafið í garðinn. Fáar grafir skarast líka, sem undirstrikar að ekki hefur
verið grafið nógu lengi í garðinn til að fylla hann. Ef til vill er þetta líka víshending um
að grafirnar í garðinum hafi verið nógu greinilegar allan þann tíma sem grafið var í
garðinn tilþess að menn hafi getað forðast að skemma þcer. Ljósm.: Guðný Zoega.
hafi gætt í sætaskipan í kirkjum fram
á 19- öld. Svo virðist sem ungbörn
hafi oft fengið leg nærri kirkjunni og
á það líka við í Keldudal þar sem
ungbörn lágu í röð meðfram suður-
og að hluta norðurhlið kirkjunnar.
Ekki er hægt að kyngreina bein ung-
barría með neinni vissu, en þau lágu
innan um grafir fullorðinna, ýmist
sunnan, norðan eða vestan kirkju.
Athyglisvert er að mörg líkanna
voru grafin í kistum sem bendir til að
nægt timbur hafi verið til kistugerð-
ar í Keldudal, í það minnsta á fyrri
hluta 11. aldar. Dæmi voru um að lík
barna höfðu verið lögð beint í mold-
ina og steinum raðað í kring. Einnig
voru merki um að þar sem engin kista
var, hafi steinum og/eða torfi verið
komið fyrir umhverfis höfuð hinna
fullorðnu til að skorða það. Kisturnar
voru einfaldar að gerð, stokklaga,
gjarnan ferhyrndar, en einnig voru
merki um kistur sem mjókkuðu til
fóta. Lok og botn voru í flestum
kistum. Fáir naglar fundust við upp-
gröftinn og virðast kisturnar því hafa
verið trénegldar, geirnegldar eða
felldar saman á annan hátt. Kisturnar
voru mjóar og greinilega hafðar eins
efnislitlar og einfaldar í sniðum og
mögulegt var. Engir gripir fundust í
67