Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 73
KELDUDALUR f HEGRANESI
kunna að hafa verið flurrar í garðinn.
Onnur þeirra var hrúga beina sem
virðist tilheyra einum einstaklingi,
konu sem grafin hefur verið niður
við karlmannsgröf sunnanvert í garð-
inum. I því tilfelli getur einnig verið
að beinin hafi komið upp við gröft í
garðinum og þeim síðan verið stung-
ið þarna niður. Hin beinagrindin var
hinsvegar í gröf vestan kirkjunnar.
Beinin höfðu verið lögð ril í líkkistu
og voru þau öll í hrúgu í höfuðenda
kisrunnar. Kistan var óskemmd og
ekki hægt að sjá að aðrar grafir hafi
verið reknar ofan í gröfina. Það er því
líkast sem þessi beinagrind hafi verið
flutt í garðinn annarsstaðar frá.
Þrjár grafir voru tómar eða því sem
næst. í einni fundust hnéskeljar, í ann-
arri viðarleifar og í þeirri þriðju við-
arleifar og ein tönn. Jarðneskar leifar
þeirra, sem í þeim lágu upphaflega,
höfðu að öllum líkindum verið fjar-
lægðar og fluttar annað.241 Kristin-
rétti hinum forna, sem varðveist
hefur í Grágás, lagasafni íslenska
þjóðveldisins frá fyrri hlura 12. aldar,
er kveðið á um að eignir aflagðrar
kirkju, þar með talin bein í gröfum,
skuli fluttar að næstu kirkju sem
gröftur er leyfður að.25 Dæmi um
beinaflutning úr aflögðum kirkju-
garði er í Grettis sögu, þar sem segir að
lík þeirra bræðra Grettis og Illuga
hafi verið grafin í kirkjugarðinum á
Reykjum á Reykjaströnd og legið
M.eirihluti þeirra sem í garðinum lágu hafa verið grafnir í trékistum. Hér sést gröf konu
sem lá vestan kirkjunnar. Rétt norðan fótenda grafarinnar sjást tvcer barnagrafir.
Kisturnar voru einfaldar í sniðum, oft stokklaga, en sumar mjókkuðu til fóta. Enn á eftir
að greina hvort um er að rceða íslenskan við eða aðfluttan. Athyglisvert er aðþeir einstakl-
ingar sem liggja yst í garðinum hafa ekki verið í kistum, sem gceti bent til þess að þeir sem
þar lágu, hafi verið lcegra settir í þjóðfélagsstiganum, eða að um sé að rceða yngstu
grafirnar í garðinum og viður ekki verið eins auðfenginn og á fyrri hluta notkunartímans.
Ljósm.: Katrín Unnarsdótcir.
69