Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 83
ÁRNI GUNNARSSON FRÁ REYKJUM
í GÖMLUM HNAKK MEÐ GÆRUSKINNI
Sagt frd Hesta-Bjarna
Illur fyrir eigin hatt,
en oft voru störf hans þokkuð. —
Hesta-Bjarni sagði satt,
segði hann annars nokkuð.
Sigurður Jónsson frá Briin.
í GEGNUM gervalla sögu þessarar þjóð-
ar hafa gengið sögur af mönnum sem
vakið hafa athygli vegna einhverra
hæfileika til að leysa erfið og torræð
viðfangsefni. Margar eru þessar sög-
ur sveipaðar einhverskonar dulúð og
sumir þessara manna orðið þjóðsagna-
persónur, jafnvel í lifanda lífi. Margir
áttu þessir menn það sameiginlegt að
feta sína lífsbraut utan alfaraleiða og
hætti þess vegna til að einangrast í
heimi eigin viðfangsefna. I þessum
þætti verður leitast við að leiða fram
fyrir sjónir lesenda einn þessara
manna.
Hesta-Bjarni Jóhannesson lifir enn
í umræðu fjölmargra Skagfirðinga
og nafn hans ber æði oft á góma hjá
hestamönnum hvarvetna um Island
þótt nú sé meira en hálfur sjöundi
áratugur liðinn frá því hann tók fær-
leik sinn fumlausum tökum til
skeiðsins um Gjallarbrú.
Bjarni var fæddur á Reykjum í
Hjaltadal 11. febrúar 1861, sonur hjón-
anna Jóhannesar Þorfinnssonar bónda
þar og konu hans Herdísar Bjarna-
dóttur. I Skagfirzkum æviskrám 1890—
19101, er eftirfarandi lýsing á Bjarna
rituð af Kolbeini Kristinssyni bónda
og fræðimanni á Skriðulandi í Kol-
beinsdal:
„Hann ólst upp með foreldrum
sínum á Reykjum. Var í Möðruvalla-
skóla og má vera að hann hafi lokið
þar gagnfræðaprófí. Síðar nam hann
bókband. Bjarni var hár vexti og fríð-
ur sýnum. Reisti bú á hiuta af Fram-
nesi vorið 1887, fluttist þaðan að ári
liðnu að Fjalli í Kolbeinsdal og bjó
þar til 1893- Síðan bjó hann á Húsa-
bakka 4 ár, fluttist þaðan að Egilsá
og bjó þar til 1899- Brá hann þá búi
og dvaldist eftir það á ýmsum stöð-
um. Átti fyrst heimili á Reykjum og
síðan hjá dóttur sinni á Völlum. Á
sumrum lagði hann stund á tamn-
ingu hesta, en barnakennslu á vetrum
— og var honum hvort tveggja vel
fallið. I bóndastarfinu fór Bjarna sem
flestum öðrum, er lifa í tveim heim-
um eða þjóna verða fjarskyldum verk-
efnum. Hann var kær að góðum hest-
um, svo að einsætt var. Honum var
79