Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 83

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 83
ÁRNI GUNNARSSON FRÁ REYKJUM í GÖMLUM HNAKK MEÐ GÆRUSKINNI Sagt frd Hesta-Bjarna Illur fyrir eigin hatt, en oft voru störf hans þokkuð. — Hesta-Bjarni sagði satt, segði hann annars nokkuð. Sigurður Jónsson frá Briin. í GEGNUM gervalla sögu þessarar þjóð- ar hafa gengið sögur af mönnum sem vakið hafa athygli vegna einhverra hæfileika til að leysa erfið og torræð viðfangsefni. Margar eru þessar sög- ur sveipaðar einhverskonar dulúð og sumir þessara manna orðið þjóðsagna- persónur, jafnvel í lifanda lífi. Margir áttu þessir menn það sameiginlegt að feta sína lífsbraut utan alfaraleiða og hætti þess vegna til að einangrast í heimi eigin viðfangsefna. I þessum þætti verður leitast við að leiða fram fyrir sjónir lesenda einn þessara manna. Hesta-Bjarni Jóhannesson lifir enn í umræðu fjölmargra Skagfirðinga og nafn hans ber æði oft á góma hjá hestamönnum hvarvetna um Island þótt nú sé meira en hálfur sjöundi áratugur liðinn frá því hann tók fær- leik sinn fumlausum tökum til skeiðsins um Gjallarbrú. Bjarni var fæddur á Reykjum í Hjaltadal 11. febrúar 1861, sonur hjón- anna Jóhannesar Þorfinnssonar bónda þar og konu hans Herdísar Bjarna- dóttur. I Skagfirzkum æviskrám 1890— 19101, er eftirfarandi lýsing á Bjarna rituð af Kolbeini Kristinssyni bónda og fræðimanni á Skriðulandi í Kol- beinsdal: „Hann ólst upp með foreldrum sínum á Reykjum. Var í Möðruvalla- skóla og má vera að hann hafi lokið þar gagnfræðaprófí. Síðar nam hann bókband. Bjarni var hár vexti og fríð- ur sýnum. Reisti bú á hiuta af Fram- nesi vorið 1887, fluttist þaðan að ári liðnu að Fjalli í Kolbeinsdal og bjó þar til 1893- Síðan bjó hann á Húsa- bakka 4 ár, fluttist þaðan að Egilsá og bjó þar til 1899- Brá hann þá búi og dvaldist eftir það á ýmsum stöð- um. Átti fyrst heimili á Reykjum og síðan hjá dóttur sinni á Völlum. Á sumrum lagði hann stund á tamn- ingu hesta, en barnakennslu á vetrum — og var honum hvort tveggja vel fallið. I bóndastarfinu fór Bjarna sem flestum öðrum, er lifa í tveim heim- um eða þjóna verða fjarskyldum verk- efnum. Hann var kær að góðum hest- um, svo að einsætt var. Honum var 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.