Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 84
SKAGFIRÐINGABÓK
Foreldrar Bjarna, Herdís Bjarnadóttir og Jóhannes Þorfinnsson d Reykjum.
Ljósm.: Arnór Egilsson. Eig.: Héraðskjaksafn Skagfirðinga.
það unaðsheimur, er hann gat verið
einn með hestum sínum og tamið
óstýriláta fola, var líka meistari í
þeirri grein, svo að ekki verður lengra
jafnað. En þessi íþrótt gaf litlar tekj-
ur. Búskapur var honum því jafnan
óhægur. Bjarni var sérstæður í hátt-
um, gáfaður, gagnmerkur og fámáll,
svo að sumum þótti stundum um of.
En fljótur var hann til svara, svo að
lengi mun í minnum haft. Var hann þá
stundum óvæginn, en þó jafnan hrein-
skilinn og háttvís. Gátu svör hans,
þau sem best voru, minnt á orðalag
Ódysseifskviðu: banaði andstæðing-
um sínum með hinum þýðu skeytum.
— Bjarni lést 6. apríl 1941.“
Kona Bjarna var Þórunn, f. 27. ág-
úst 1863 í Garði í Hegranesi, d. 11.
maí 1944 hjá dóttur sinni á Völlum.
Foreldrar Þórunnar voru Sigfús Pét-
ursson, lengi bóndi í Eyhildarholti og
oftast kenndur við þann bæ, og fyrri
kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir,
alsystir Ólafs alþingismanns í Ási í
Hegranesi. Þórunn fær þann vitnis-
burð hjá Kolbeini að hafa verið mynd-
arleg húsfreyja og vel gefin.
Samkvæmt upplýsingum frá Amts-
bókasafninu á Akureyri er Bjarni
skráður nemandi í Möðruvallaskóla,
efri deild, námsárið 1881—1882, en
eftir það finnst nafn hans ekki í skóla-
skýrslum. I bókinni Kennaratal d Is-
80