Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 85
í GÖMLUM HNAKK MEÐ GÆRUSKINNI
landi I. bindi, bls. 65, er Bjarna getið
og sagt að hann hafi kennt marga
vetur, fyrst í Skagafirði frá 1902—
1909 í Seylu, Akra- og Lýtingsstaða-
hreppum, síðast lengi á Syðra-
Laugalandi í Eyjafirði. Líklegt má
telja að þarna sé vitnað til samnings-
bundinna ráðninga. Jafnframt eru
margar heimildir um að Bjarni var
fenginn til að kenna börnum heima-
kennslu á þeim bæjum sem hann
dvaldist á tímabundið yfir vetrar-
tímann. Eina athyglisverða sögu frá
þessari baðstofukennslu festi þáttarrit-
ari á blað og birtist hún í Feyki 2.
febrúar 1982.
Eitt sinn var komið til hans með
strák sem engu tauti varð við komið
vegna stífni og leti. Ekki hafði piltur
lengi verið í dvölinni hjá Bjarna er
góður kunningsskapur tókst með þeim
og sótti piltur námið fljótlega af
meiri kostgæfni en björtustu vonir
aðstandenda höfðu ráð fyrir gert, enda
skorti ekki annað á af hálfu drengs en
áhuga fyrir náminu. Ein var þó sú
grein fræðslunnar sem strákur lagði
með öllu fyrir róða, en það var reikn-
ingur. Dugðu þar engar fortölur sál-
fræðingsins Bjarna, sem brá nú á ann-
að ráð. Hann hafði af kynnum sínum
við drenginn komist að því meðal ann-
ars að hann bjó yfir óvenju sterkri
hneigð til að fénast. Eitt sinn í góðu
tómi dró Bjarni fram spil og bauð
pilti upp á að taka slag. Þetta fannst
honum góð tillaga og ólíkt skárri af-
þreying en bölvað reikningsstaglið.
Bjarni taldi ekki bragð að nema spil-
að væri upp á peninga og varð það
að ráði, en Bjarni hélt að sjálfsögðu
reikninginn. Ekki höfðu þeir kump-
ánar lengi spilað er drengur fór að
Þórunn Sigfúsdóttir frá Eyhildarholti,
eiginkona Bjarna Jóhannessonar.
Eig.: Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.
ókyrrast, enda græddist Bjarna drjúg-
um féð. Og þar kom að ungi fjár-
hættuspilarinn spratt upp ævareiður
og lét lærimeistara sinn hafa það ó-
þvegið. Kvað hann sig lengi hafa
grunað að ekki væri allt með felldu í
reikningshaldinu og núna síðast hefði
hann hlunnfarið sig stórlega. Bjarni
tók öllu með stillingu og kvaðst alls
ekki þora að synja fyrir þetta, skyldu
þeir nú athuga reikninginn nánar og
komast að hinu sanna í málinu.
6 Skagfirðingabók
81