Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 90

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 90
SKAGFIRÐINGABÓK Ásgeiri urðu eftirminnileg. í upphafi getur Ásgeir um uppruna Bjarna, uppvöxt, skólagöngu og fjölskyldu- hagi og segir hann ungan hafa stund- að barnakennslu og það starf látið honum sérlega vel. Þá staðfestir Ás- geir að eftir skamma búsetu þeirra hjóna á Egilsá hafi lokið búskapar- sögu Bjarna. „Eftir það mun Bjarni hvergi hafa stundað búskap. Síðari hluta ævi sinnar hafði hann heimilis- fang á ýmsum bæjum í Skagafirði og Eyjafirði og stundaði oftast barna- kennslu á vetrum. Síðustu árin, eftir að ellin fór herskildi um limi hans, hafði hann dvalarstað á Völlum í Hólmi í skjóli Ingibjargar dóttur sinn- ar“. Og ein gleggsta persónulýsingin á Hesta-Bjarna kemur frá Ásgeiri: „Bjarni Jóhannesson var ágætlega viti borinn, allvel menntaður í bók- legum fræðum, listaskrifari og hafði gott minni. Hann var athugull og gagnrýninn, skapmikiil, en stillti vel skapi sínu í hóf. Hversdagslega var hann hæglátur, prúður og talfár við fyrstu kynni, en glaðvær, fróður um margt, skemmtinn og viðtalsgóður, þegar hann var tekinn tali, og þá rök- fastur og sjálfstæður í skoðunum, en gat haft það til að vera stíflyndur og stríðinn, en ekki svo að það skapaði honum óvinsældir. Bjarni kom mér þannig fyrir í sjón og raun sem vin- fastur drengskaparmaður og greið- vikinn, sannorður og hreinskilinn, og svo áreiðanlegur í öllu sínu veraldar- braski og hestakaupum, að margir sóttust eftir viðskiptum við hann. Vegna sinna mörgu og góðu eigin- leika var Bjarni jafnan vel séður og vinmargur, og margir vildu gera honum greiða, og kom það sér vel á ferðum hans, því oft var hann mis- jafnlega til reika og þarfnaðist skjóls og hvíldar. Bjarni var mjög vínhneigður. Á kendiríi hætti honum til að beita stríðni og stíflyndi, sem oft reyndi á þolrif sumra manna, þó einkum vina hans, en aldrei gekk það svo langt að það ylli vinslitum. En þótt Bjarni væri undir áhrifum víns, þá haggað- ist skapgerð hans aldrei gagnvart hestunum, þá virtist eðlisgáfa og list- hneigð hans njóta sín jafnvel best“. Ekki þarf að draga í efa að þarna lýsir Ásgeir Bjarna af nánum kunn- ugleika og því hlutleysi sem til má ætlast með sanngirni. Þar er þó þess að gæta að kynni þeirra voru nokkuð á eina lund og tengdust samskiptum við hesta jafnframt ferðalögum. Og þótt sjálfur hefði Ásgeir unnið sér þann sess að teljast með fremstu hesta- mönnum þjóðarinnar hefur honum greinilega farið sem öðrum er Bjarna kynntust á þeim vettvangi að líta upp til hans sem hins fremsta lærimeist- ara. Þess má og geta að líkt og Bjarna, var Ásgeiri það afar gjarnt að hafa vín um hönd á ferðalögum svo ekki mun sá þáttur hafa hindrað þá í að ná sálu- félagi. Jafnt og umræddur bókarþátt- ur er lengsta og ítarlegasta lýsing á hestamanninum Bjarna, má segja að allar ályktanir um verklag hans og vinnubrögð séu á þá einu lund að fylla upp í myndina af manninum sem kunni öllum öðrum betur skil á mikilvægi þess að gera ekki mistök, og vissi ævinlega hvar þær hættur lágu, enda þótt nánast engum tveim hestum henti sömu þjálfunar- og kennsluaðferðir. Og Ásgeir fer ekki heldur dult með þá skoðun sína að 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.