Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 91
f GÖMLUM HNAKK MEÐ GÆRUSKINNI
Svipa Hesta-Bjarna
í eigu Einars
Höskuldssonar á
Blönduósi. Svipan
lá í óhirðu á bce
vestur í Þingi þegar
Ragnar Þórarinsson
á Blönduósi rakst á
hana og gaf síðan
Einari. Þá var hún
brotin og ólarlaus
en þó mátti sjá gerð
hennar og lengd,
sem er 47 cm. Eékk
Einar Guðmund
Þórarinsson gullsmið
syðra til að smíða á
hana nýtt skaft.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.
Svipuhnúðurinn
þar sem á er grafið:
Bjarni frá Reykjum.
Hnúðurinn er orðinn
mjög lemstraður og
hefur áreiðanlega
oft verið beitt til að
berja klaka eða
stein úr hófi. Eftir
að svipuskaftið
brotnaði hefur
Bjarni vcentanlega
ekki hirt um
svipuna frekar og
skilið hana eftir.
Ljósm.:
Hjalti Pálsson.
Bjarni hafi jafnframt verið í fremstu
röð reiðmanna og kunnað þá list að
ná því besta úr hverjum hesti ef
honum sýndist að leita eftir því.
Óhjákvæmilegt er að rekja hér nokkr-
ar frásagnir Asgeirs úr áðurnefndri
bók en þess ber að geta að ýmsar
þeirra höfðu áður birst í bókum hans
Horfnir góðhestar I-II.
„Bjarni átti jafnan svart gæru-
skinn, sem hann gyrti oft tvöfalt með
sterkri leðuról yfir hnakk sinn, og
reið því jafnan við tvær gjarðir. Til
margra hluta notaði Bjarni skinnið.
Það var ekki óvanalegt, þegar hann
var þreyttur og svefnvana á ferðalagi,
að hann lagðist til svefns á víðavangi,
þar sem gott var til grasa fyrir lær-
lingana. Við þessar áningar breiddi
Bjarni jafnan skinnið góða yfir herðar
sér. Þegar hann vaknaði, oft með kalda
limi, saup hann stundum á litlu glasi,
sem einhver hressandi vökvi var í.
Við það tækifæri gretti hann sig ef til
vill ofurlítið og sagði: „Pú, það er hálf
gaman að því“, en þetta var oft orðtak
hans.
87