Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 100
SKAGFIRÐINGABÓK
rilvikum útigangur hverju sem viðr-
aði og heyfóðrun heyrði til undan-
tekninga í hrossahéruðum utan þess
að brúkunarhross voru hýst og þeim
gefið. Oftast mun naumt hafa verið
gefið því óvíða voru bændur aflögu-
færir, enda heyjaforðinn ætlaður naut-
gripum og sauðfé en stóðinu ætlað að
bjarga sér með beit. Af þessu leiddi
óhjákvæmilega það að ungviðin urðu
seinþroska, enda algengt að tamning
hæfist ekki fyrr en á sjöunda vetri og
jafnvel enn síðar. Ungfolar sem tekn-
ir voru úr stóði til tamningar höfðu
fæstir önnur kynni af manninum en
ofbeldi sem var mörkunin, gelding
og afrakstur, auk þess að stóði var
beint milli bithaga með hundgá og
öðru ofbeldisfullu hátterni manns-
ins. Þeim sem lesið hafa lýsingar á
geldingunni áður en svæfingar hófust
almennt eða heyrt frá þeim sagt,
kemur það varla á óvart að þessir
hestar urðu styggir og traust þeirra á
tamningamanninum ekki auðunnið.
Vafalítið má rekja til þessarar bitru
reynslu allar þær fjölmörgu sögur
af styggð og tryllingslegri hræðslu
stóðhrossa sem flest okkar þekkja.
Þetta hefur Bjarna áreiðanlega ver-
ið ljóst, enda bera allar frásagnir af
vinnubrögðum hans þess ljósan vott
að hann byrjaði á því að yfirvinna
styggðina og hræðsluna samfara því
mikilvægasta, en það var að vinna
traust hestsins. I þessu sem fjölmörg-
um öðrum aðferðum tamningar, virð-
ist hann hafa haft algera sérstöðu á
sínu starfsskeiði. Ymsir þekktir og
glöggir tamningamenn okkar hafa á
undanförnum árum talið sig finna
þarna nokkuð glögga samsvörun við
hinn þekkta bandaríska hestatemjara
Sundreú) í Héraðsvötnum hjá 'Vallabökkum.
Monty Roberts sem um langt árabil
hefur vakið heimsathygli fyrir óhefð-
bundnar aðferðir sem skilað hafa
undraverðum árangri við að spekja
hesta og temja. Monty Roberts, sem er
af indíánaættum, hefur ferðast um
heiminn með sýnikennslu og fyrir-
lestra, m.a. hér á landi. Þessi maður
var náttúrubarn í þekkingu á sálfræði
hesta og þótti furðufugl í æsku. Hann
dvaldist daga og nætur samfellt úti í
haga í félagsskap villtra stóðhópa á
sléttum Norður-Ameríku þar sem
hann fylgdist með hátterni einstakl-
inganna og lærði af þeim flest það
sem hann síðan nýtti sér í umgengni
við þessa villtu einstaklinga. Þeir
Bjarni og Monty Roberts virðast hafa
átt sameiginlegan skilning á mikil-
vægi hins forna spakmælis: „Lengi
96