Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 111
f GÖMLUM HNAKK MEÐ GÆRUSKINNI
Hesta-Bjarni d efstu drum, sitjandi d stól
í hlaðvarpa d Völlum. Hxkjan og krók-
stafurinn liggja d jörðinni.
Ljósm.: Þórunn Jónasdóttir. Einkaeign
við að gera jöfnum höndum skil
hesta- og tamningamanninum Bjarna
Jóhannessyni. Víða hefur verið leitað
heimilda um hvorttveggja og í ljós hef-
ur komið að ótrúlega mikið lifir af
rituðum frásögnum og munnlegum
heimildum um hann. Nokkm af því
hefur verið sleppt rúmsins vegna og
eins til að forðast margar líkar frá-
sagnir.
En við lok þáttarins fær Asgeir
Jónsson frá Gottorp rúm fyrir kveðju-
orð tekin úr áðurnefndri bók hans
Samskipti manns og hests\ „Ég fínn vel
til þess, að ef ég ætla að orða og setja
í frambærilegt lesmál hin dýpri,
sálrænu hugtök og áhrif frá Bjarna
Jóhannessyni, þá verður mér líkt og
dr. Jóni Þorkelssyni, þegar hann
vildi fegra og samræma kveðskap
sinn: „Þegar ég orða það, fer allt úr
reipunum.““
Sigurður Jónsson frá Brún orti erfi-
ljóð eftir Bjarna. Kvæðið er prentað í
ljóðabók Sigurðar, Rxtur og mura og
motto þess er vísan sem lesa má í
upphafi þessa þáttar.
Hesta-Bjarni
Hann fór um héruð með fjölda hesta
og flutti löngum það allrabesta,
sem bærði hóf eða há,
í gömlum hnakki með gæruskinni,
með glaskorn falið í ermi sinni
og dreypti því ótæpt á.
En hann var gleyminn á hættur manna.
Og haga fannst honum ljótt að banna.
Því hjá honum svengdust hross.
Þó vannst svo, um það er karlinn kvaddi,
að koman heimamenn lengi gladdi.
Og eftir í högum varð hnoss.
Fyrir kom, að hann fjandann nefndi
og flutti nafnið svo af því kembdi
og fáráðum folum brá.
Og heimili hans og afa og ömmu
í andartakinu brennivínsrömmu
hann hrappaði hrossin á.
En stangaleikurinn - hægur, hljóður —
hve hann var indæll og vær og góður.
Hann var eins og koss á vör.
107