Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 113
HANNES PÉTURSSON
ÞRÍR PISTLAR
Kveikjan að Vistaskiptum
Skáldskapur Einars H. Kvarans reis
hæst í smásagnagerð að dómi flestra
ritskýrenda. Hér fær það atriði að
liggja milli hluta og verður ein-
ungis skýrt frá því, hver talin hafa
verið sönn tildrög einnar af frægustu
smásögum hans. Hún heitir „Vista-
skipti“ og birtist upphaflega í Skt'rni
1908—9- Enda þótt sagan nái vita-
skuld langt út fyrir tildrögin, er
engan veginn víst að hún hefði
nokkum tíma orðið sú sem hún er án
þeirra.
I Vistaskiptum segir frá ungum
dreng á sveitarframfæri. Hann nýtur
lítils mannkærleika á bænum þar
sem hann er settur niður. „Þú verður
drepinn, greyið [...] Mjög bráðlega
drepinn“ og er þá vísað til vinnu-
hörku og naumra útláta. En brjóstgóð
kona í sveitinni sér hversu ástatt er
fyrir niðursetningnum. Hún fær því
framgengt að hann fer af bænum og
kemst í nýja vist og betri, í húsum
hennar sjálfrar.
Þessi saga Einars H. Kvarans býr
yfir ýmsum skýrum einkennum og
kosmm raunsæisstefnu. Hún endur-
speglar gamalt sveitalíf á Islandi,
skugga þess og skin, eiginlega stóran
þjóðlífsheim, þótt blaðsíðurnar séu
ekki margar.
Alloft í uppvexti sá ég á förnum
vegi mann sem hét Sigurður Kristó-
fersson og átti lengi heima í Lýtings-
staðahreppi. Hann var fæddur 1902
og lézt 1979- Árið 1970 kynntist ég
Sigurði nokkuð og þótti mér hann
greindarlegur í tali. Hann sagði mér
meðal annars, og bar fyrir því bræð-
urna Svein og Stefán Bjarman, að
smásagan Vistaskipti ætti sér raun-
sönn tildrög; Steinunn móðir þeirra,
dóttir séra Jóns Sveinssonar á Mæli-
felli, þá ung heimasæta, hefði tekið
upp á arma sína lítinn dreng sem
var sveitlægur á býli í prestakallinu,
Daufá. Dag nokkurn þegar Steinunn
var á heimleið úr kaupstað á Sauð-
árkróki gekk hún þar í bæinn, sá
þennan dreng og rann henni þegar til
rifja hvað hann átti bágt. Hún heldur
síðan ferð sinni áfram fram í Mælifell
og er varla fyrr komin inn úr dyr-
unum en hún sárbiður föður sinn um
að taka þetta fátæktarbarn á heimilið.
109