Skagfirðingabók - 01.01.2008, Qupperneq 115
ÞRÍR PISTLAR
Daufá farið fram hjá Goðdalafólki,
svo skammur vegur sem er á milli
prestssetranna.
Jóhannes Þorsteinsson átti heima
á Mælifelli jafnlengi og séra Jón
Sveinsson sat þar í embætti, það er
að segja til 1887, en kynni að hafa
látizt skömmu síðar. Ekki hefur mér
tekizt að grafa upp dánarár hans.
Jóhannes var sonur Þorsteins Arn-
þórssonar og Karólínu Jóhannesdótt-
ur. Þau giftust 1865 og bjuggu á
Brenniborg 1868—69, næsta bæ við
Daufá, síðar í Miklagarði, hjáleigu
frá Glaumbæ, en voru líka í hús-
mennsku. Þau eignuðust saman níu
börn og dóu sum þeirra ung. Nefna
má að Karólína var dótturdóttir
Gísla Konráðssonar sagnaritara og
konu hans, Eufemíu Benediktsdóttur.
Hún sálaðist 1895, en Þorsteinn mað-
ur hennar 1912.
Steinunn Jónsdóttir á Mælifelli
hlýtur að vera kunn flestum sem
þekkja til ævi og skáldskapar Bólu-
Hjálmars sökum gæða hennar við
skáldið þegar það hafði húsaskjól
undir ævilok, 1873—75, á Starrastöð-
um, næsta bæ fyrir framan Mælifell.
Öldungurinn rölti þá helzt út að
prestssetrinu, með staf sinn í hendi,
brygði hann sér af bæ, orti um þær
ferðir fjórar samstæðar þakkarvísur til
lofs Mælifellsheimilinu, en aðrar
þrjár samstæðar til Steinunnar heima-
sætu sérstaklega. Trúlegt er eigi að
síður að manngæðum hennar hafi
verið sungið hærra lof í skáldskap þar
sem er sagan Vistaskipti, þótt dul-
búið sé.
(Árið 1974 bar ég undir Stefán
Bjarman sögu Sigurðar Kristófers-
sonar um kveikjuna að Vistaskipt-
um. Hann sagði að rétt væri frá
skýrt. — Orð Asgeirs frá Gottorp
eru tekin úr bók hans, Forystufé,
Rv. 1953, bls. 12, kaflanum „Þegar
Geiri litli flutti að Mælifelli“.)
2007
Til skýringar annálsgrein
JÓNAS Rafnar læknir setti saman
bókina Eyfirzkar sagnir sem prentuð
var 1977. Þar getur að lesa annál um
voveiflega atburði í Eyjafirði á 19-
öld. Við árið 1871 segir:
3. ágúst. Drengur á Gilsá, 12 ára
gamall, sker sig á ljá til bana.
Lengra nær frásögnin ekki. En svo
vill til að ég veit nokkru nánari deili á
þessum atburði og drengnum sem
þarna lét lífið.
Sigurður Eiríksson á Borgarfelli
sagði mér fyrstur manna meginatriði
þeirrar sögu sem ég rakti í þættinum
„Karólína krossinn ber“ (frumprentað-
ur í Skagfirðingabók 1979). Eins og þar
sést studdist hann við frásögn Helgu
Jóhannesdóttur sem var lengi vinnu-
kona til heimilis í Villinganesi í
Tungusveit, ógift alla ævi. Sigurður
þekkti hana mætavel og nefndi nafn
hennar nokkrum sinnum þegar hann
þuldi mér sagnir, því hann hafði fræðzt
af henni um margt og bar til hennar
mikla væntumþykju. Hann gerði grein
fyrir Helgu í mín eyru — það rakti ég
sumt í Karólínuþætti — sagði að hún
hefði alizt upp með móður sinni í mis-
jöfnum vistum í Eyjafirði, en foreldrar
hennar voru ógift vinnuhjú, og komið
111