Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 116

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 116
SKAGFIRÐINGABÓK í Skagafjörð 1872, þá um þrítugt, þegar Jónas Jónasson og Guðríður Jónasdóttir, foreldrar séra Jónasar á Hrafnagili, fóru búferlum að Tungu- hálsi, hún var vinnukona þeirra. Helgu Jóhannesdóttur er getið hér vegna þess að drengurinn ungi á Gilsá sem beið bana sumarið 1871 var sonur hennar. Hún hafði eignazt hann með giftum bónda þar á bæ, en naut lítið sem ekki samvista við son sinn, skild- ist mér á Sigurði, ef til vill fyrir fátækt- ar sakir, og var hann með föður sínum á Gilsá. Kem ég nú aftur að annálsgreininni. Af henni mætti hálft í hvoru ætla að drengurinn hefði ráðið sér bana með ljá. En það var ekki. Sigurði á Borgar- felli sagðist svo frá eftir Helgu sjálfri: Drengurinn bjó sig undir að fara að slá og hafði faðir hans dengt fyrir hann. Sleipa var í grasi og skall drengurinn á ljáinn sem gekk þegar á hol. Sonar- missirinn var Helgu harmsefni ævi- langt. Enda þótt það varði ekki dauðaslysið á Gilsá ætla ég að auka við dálitlu sem Sigurður á Borgarfelli heyrði af munni Helgu Jóhannesdóttur. Fyrst eftir komuna í Skagafjörð gekk Helga að vinnu á Tunguhálsi, en vistaðist svo þaðan fyrir tilstilli húsbænda sinna að Ulfsstaðakoti í Blönduhlíð. Þar bjuggu hjónin Odd- ur Gíslason og Helga Jónsdótrir og voru nauðafátæk. Odd kölluðu menn Odd stóra eða Odd langa, því hann var með hæstu mönnum, en að sögn þunnvaxinn. Vistin í Ulfsstaðakoti þótti Helgu Jóhannesdóttur ein sú versta sem hún átti á ævi sinni. Taugaveiki gaus upp á bænum og dóu hjónin með skömmu millibili, bæði á bezta aldri, Helga í janúar, en Oddur í febrúar 1876. Þau höfðu átt saman sex börn, en misst öll áður en þau fluttust að Úlfsstaðakoti 1874. Þegar Oddur var grafínn treystu sumir á bænum sér ekki til að fylgja kistunni. En undir húslestri það kvöld heyrði heimilisfólk að sungið var Passíusálmavers úti á hlaði og þekkti þar rödd Odds. Sigurður á Borgarfelli lýsti Helgu Jóhannesdóttur svo, að hún hefði ver- ið kona frekar lág vexti, en svarað sér vel. Hún gerðist lotin með aldri. Andlitsfallið var grannlegt og heldur þekkilegt. Hári sínu, ljósleitu, hélt hún vel til hinztu stundar. Helga lézt Heimild um höfuðsmið Jón Samsonarson (1794-1859), síð- ast bóndi í Keldudal í Hegranesi, er án alls vafa einn eftirtektarverðasti maður sem uppi var í Skagafirði um sína daga. Hann var kjörinn til setu á alþingi endurreistu 1845 og gegndi þingmennsku fyrir sýslunga sína til ársins 1858, einnig kjörinn til þjóðfundarins 1851 (gat samt ekki sótt þann fund sökum þess að hann slasaðist). En þrátt fyrir trúnaðarstörf á þingi og önnur heima í héraði mun Jón Samsonarson kunnastur nú á dögum fyrir smíðar. Hann var hinn mesti völundur, svo samtíðarmenn áttu varla orð til að lýsa hagleik hans og verklegri hugkvæmni. Dapurlegt 112
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.