Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 117
ÞRÍR PISTLAR
er að engin mannvirki standa víst
lengur sem bera meistara sínum
verðugt lof utan kirkjan á Víðimýri.
Það gerir hún hins vegar svikalaust,
er rómuð fyrir snilldarlega tilhögun
og handbragð, orðin sígilt dæmi um
litla, íslenzka torfkirkju eins og þær
þykja fegurstar, dýrgripur í húsagerð
Islendinga.
Tilefni þess að ég vík að Jóni
Samsonarsyni er þó ekki ágæti Víði-
mýrarkirkju né hlutur hans í héraðs-
málum og landsmálum, um þau efni
er víða hægt að fræðast, heldur það
eitt að draga fram í dagsljósið gamla
heimiid um þennan merka mann.
Jón Sigurðsson á Reynistað samdi
fróðlegan æviþátt nafna síns Samson-
arsonar og birti í Skagfirzkum frceðum
IX, 1952. Þegar höfundur hefur að
upphafi máls greint frá ætt Jóns, for-
eldrum og föðurarfi sem hann hlaut
1813, segist honum svo frá að næstu
árin þar á eftir sé sér ókunnugt um
dvalarstaði Jóns Samsonarsonar, en
telji líklegt „að hann hafi þá þegar
komið sér í dvöl til smíðanáms" og
sennilega hjá Jóni Rögnvaldssyni
hreppstjóra á Sjávarborg, síðar á
Kimbastöðum, „er var einn af kunn-
ustu smiðum f Skagafirði á þeim
tíma“.
Hér reyndist Jón Sigurðsson get-
spakur að nokkru leyti. Hitt kemur
hvergi fram að hann hafi þekkt feril
Jóns Samsonarsonar óslitið til ársins
1813, þótt hann segi sem satt er að
Jón hafi alizt upp með foreldrum
sínum. Þau bjuggu í Stóru-Gröf á
Langholti, og þar fæddist Jón, en
fluttust 1807 að Geitagerði hjá
Reynistað. Jón Samsonarson var hins
Jón Samsonarson.
Mynd eftir Sigurð Guðmundsson málara, gerð
með teiknibleki (tússi) árið 1849-
vegar ekki í föðurgarði fram til nítján
ára aldurs, 1813, eins og ráða mætti
af frásögn Jóns á Reynistað, hann
hélt að heiman fyrr.
Síðasti sóknarprestur Jóns í Keldu-
dal, séra Jakob Guðmundsson á Ríp,
talaði yfir kistu hans, einnig séra
Ólafur Þorvaldsson á Hjaltastöðum.
Líkræða séra Jakobs hefur geymzt
(Lbs. 1743 8vo). Útdráttur úr henni
birtist án höfundarnafns í Akureyr-
arblaðinu Norðra 31. janúar 1860 og
var hagnýttur síðar af fræðimönnum,
en ekki vissu þeir úr hvaða penna þær
línur voru runnar.
8 Skagfirðingabók
113