Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 123
EITT SUMAR í RJÚPNADAL
Rjúpnadalur. Ljósm.: Hjalti Pálsson.
kindur í örugga vörslu. Annars var
okkur uppálagt að slátra tafarlaust,
en enga byssu höfðum við.
Samkvæmt dagbók minni var
fyrsta kind tekin 27. júní 1938 og
átti Jón Björnsson á Reykjarhóli
hana. Endaði það með því að henni
var lógað heima hjá Jóni, grunuð
með mæðiveiki, en ekki var það rann-
sakað nánar. 18. ágúst: Ær, eigandi
Árni [Árnason] á Vatnsskarði. 19-
ágúst: Ær, eigandi Björn Stefánsson
á Móbergi. Allar þessar kindur komu
aftur og lóguðu eigendur þeirra
þeim, með góðu, heima hjá sér, og
fengum við Þorsteinn mikið þakklæti
fyrir. 20. ágúst kom ær að sunnan-
verðu sem Jóhannes [Guðmundsson]
í Ytra-Vallholti átti og voru honum
gerð boð um að sækja hana. Við feng-
um þau skilaboð til baka að við
værum ekki ofgóðir til að koma roll-
unni til hans. Eftir eitthvað þrjár vik-
ur kom Jóhannes og fór að skamma
okkur. I því kom Tryggvi [Jónasson]
í Finnstungu. Varð mikið rifrildi og
skammir. Svo kom Sigurður [Þor-
finnsson] á Skeggsstöðum og stóð
þessi rimma fram á kvöld. I ágúst og
fram til 20. september voru teknar
kindur frá eftirtöldum: Jakobi [Ein-
arssyni] á Dúki, Sigurði [Konráðs-
syni] á Varmalandi, Hilmari [Frí-
mannssyni] á Fremsta-Gili, Ellert
[Jóhannsyni] í Holtsmúla, Sigríði
[Önundardóttur] í Dæli, Tómasi
[Jónssyni] í Elivogum, Birni [Jóns-
syni] á Seylu, sem átti þá síðustu.
Nú fóru fram smalanir báðum
megin girðingar og var réttað á Fjalli
119