Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 128
SKAGFIRÐINGABÓK
gímur við: „Minjar um útskurð hans,
sem hann skreytti með súðir eða þilj-
ur í húsum, sjást enn á Islandi eftir
meira en sex hundruð ár.“10 Sam-
kvæmt munnmælum á Þórður að hafa
starfað miklu víðar að bygginga-
framkvæmdum en sagan kann frá að
greina. Taldi Páll Vídalín upp all-
marga skála víðs vegar um land sem
uppi stóðu á fyrri hluta 18. aldar og
taldir voru fornir: „Um alla þessa
skála ... segir með einum rómi mál
allra manna hér á landi ... að þá hafi
smíðað Þórður Hræða."* 11
Um þetta mál sagði Kristján Eld-
járn:
Þórður hreða er í raun og veru pers-
ónugervingur hinnar óviðjafnanlegu
smíðalistar, er menn gylltu fyrir sér
að til hefði verið í forneskju, meðan
allt var stórt og dýrlegt. Slíkur sam-
nefnari virðist hann þegar hafa verið
orðinn eða á góðri leið að verða það,
þegar saga hans var skráð seint á 14.
öld.12
Kristján Eldjárn var síst trúaðri á
sannleiksgildi Þórðar sögu en aðrir
fræðimenn. En á þennan hátt las hann
eins konar „þjóðtrúarsannleik" eða
goðsögn út úr henni: íslenska 'Völund-
arsögn. Fjalirnar í Flatatungu taldi
hann hins vegar frá síðari hluta 11.
aldar og því yngri en söguhetjuna.
Athuganir Harðar Ágústssonar benda
í svipaða átt og er nú almennt talið
líklegast að þessar fjalir séu leifar
listaverks úr Hólakirkju og alls óvið-
komandi smíðum Þórðar.13
Til frekari skýringar á vinsældum
þessara munnmæla má einnig benda á
það að Þórður hreða er bæði smiður
og lausamaður sem fer um og starfar
að iðn sinni; slíkir menn nutu nokk-
urra sérréttinda á þjóðveldistíma skv.
Grágás14 þó að lausamennska væri ann-
ars illa séð. Þórður er þannig frjáls í
samfélagi þar sem slíkt er í raun
harðbannað. Kannski er það einmitt
sá þáttur sem gerði mörgum hann
svo hugleikinn á síðari öldum. Ráð-
andi öfl í samfélaginu leituðust oft við
að sporna gegn lausamennsku og
búðsetu en samt virðast alltaf ein-
hverjir hafa komist upp með slíkt.
Hlutskipti þeirra sem gátu að einhverju
leyti framfleytt sér með iðn sinni
hlýtur mörgum að hafa þótt eftir-
sóknarvert þó að slíkt frjálsræði væri
þyrnir í augum efnabænda og emb-
ættismanna.
Þá má heldur ekki gleyma því að
Skagfirðingar „eiga“ í rauninni enga
aðra íslendingasagnahetju nema þá
Gretti sem endar ævina í Dangey.
Þeir Þórður eru báðir e.k. „alþýðu-
hetjur" sem storka höfðingjum.
10 Tilvitnun e. íslendinga sögur og þœttir. Síðara bindi, Reykjavík 1986, bls. 2052. Þýðing
Jakobs Benediktssonar.
11 Páll Vídalín: Skýringar yfir fornyröi lögbókar. Reykjavík 1854, bls. 53.
12 Kristján Eldjárn. „Svipir í Fiatatungubæ.“ Stakir steinar. Akureyri 1961, bls. 70.
13 Sjá vef Þjóðminjasafns, 24. janúar 2008:
www.natmus.is/syningar/sersyningar/syningar-i-gangi/i-safninu/nr/2332
14 Grágds. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykja-
vík 1997, bls. 192 og 43.
124