Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 130
SKAGFIRÐINGABÓK
Nyrsti hluti Hnjúka á kyrru vorkvöldi. Saurhcejarhnjúkur er syðstur en Kambahnjúkur
er annar frá hcegri og heitir skálin vinstra megin við hann Sviðningsdalur. Kvöldsólin
dregur hér lárétt strik eftir brún Kambanna í hlíð bnjúksins. Hreðuklettur er skammt frá
neðstu snjósköflunum neðan við Sviðningsdal, nokkurn veginn beint upp af norðurenda
Kambanna en hverfur i skugga áþessari mynd.
hverju leyti í sama munnmælaarf,
enda er í rauninni ósannað mál að
Grettla sé eldri en Þórðar saga.
Að sviðsetja bardaga
SkrAsetjari Þórðar sögu virðist ekki
hafa verið gjörkunnugur í Skagafirði.
Eins og fyrr segir slær hann Miklabæ
og Óslandi saman í einn bæ, sömu-
leiðis Grund og Þverá og um Flata-
tungu kemst hann dálítið klaufa-
lega að orði: „Það er ofarlega í Skaga-
firði.“19 Þegar þeir Þórður fara frá
Miklabæ í hrossaleit eru þeir sagðir
„ríða út í Sviðgrímshóla."20 Rökrétt
hefði verið að ríða inn eða fram eins og
nú myndi sagt. Þá er sviðsetning bar-
dagans í Kolbeinsdal á margan hátt
einkennileg.
Kolbeinsdalur opnast til norðurs
samsíða Hjaltadal en teygir sig til
suðurs og austurs inn á milli fjalla.
Um hann rennur Kolbeinsdalsá, í dag-
legu tali nefnd Kolka. Að utan- og
austanverðu er dalurinn girtur brött-
um fjallgarði sem nefndur er einu
nafni Hnjúkar, en hver hnjúkanna ber
sérstakt heiti. I Kolbeinsdal var forð-
um þétt byggð sem nú er að mestu
horfin. Utarlega í dalnum, undir
Hnjúkunum, kúrir eyðibýlið Sviðn-
ingur frammi á Kolkubökkum.
Skammt sunnan við Sviðning, undir
svonefndum Kambahnjúki, eru Sviðn-
ingshólar. Ofarlega í fjallshlíðinni
þar fyrir ofan stendur hvassbrýndur
klettur, berggangur, sem skagar
fram úr brattri malarskriðu. Hann er
nefndur Hreðuklettur, kenndur við
Þórð hreðu. Örnefnið vísar til þess er
Þórður þarf að berjast á þessum
slóðum en hið einkennilega er þó
að það kemur ekki fyrir í sögunni
sjálfri. Hið sama er að segja um
19 íslenzk fornrit XIV, bls. 205.
20 íslenzk fornrit XIV, bls. 209.
126