Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 134
SKAGFIRÐINGABÓK
urinn áður höfðu þeir háð bardaga í
Garðshvammi nærri Viðvík í mynni
Hjaltadals og varð Þórður þar sex
mönnum að bana.32 Þegar Kálund
kannaði málið var þetta örnefni
gleymt en þó töldu menn sig vira
hvar fundurinn hefði orðið og hvar
dysjar hinna föllnu væru.33 En á
þeim slóðum er ekkert slíkt kenni-
leiti sem Hreðuklettur. Bæði þessi
dæmi sýna hversu varðveisla munn-
mælanna er í rauninni gloppótt og
eins líklegt að þær staðbundnu sagn-
ir sem Kálund komst í tæri við hafi
að miklu leyti byggst á bóklestri
19- aldar manna. En þá er tímabært
að huga að tengingum Þórðar sögu
við munnmælahefðir síðari tíma;
hvernig varð Skeggjahamar að
Hreðukletti?
Um vinsceldir Þórðar sögu
og fyrstu útgáfu
Þórðar saga var vafalaust talsvert
þekkt manna á meðal áður en hún
var gefin út, hvort heldur sem var af
handritum eða rímum, auk þess sem
efni hennar var aukið í munnmæl-
um. Um það vitna t.d. frásagnir Páls
Vfdalíns:
Anno 1723 eða 1724 var opnað leiði
Þórðar Hræðu sem mann frá manni
eptir ómótmæltri frásögn hefir al-
kunnugt verið. Þar fannst umbún-
ingur slíkur, sem í heiðnum sið var
tíðkað: kol undir líkinu, steinar
skikkanlega hlaðnir allt í kring,
hella yfir og grjót síðan vel fellt
ofaná helluna. Engar fundust þar
leifar líkamans nema eitt herðablað
og brot af einu mannsrifi. Þau bein
er mér sagt að enn séu til sýnis í
eskju sem geymd sé í kirkju á
Miklabæ í Oslandshlíð. Vöxtur
þessa legstaðar var, að sögn þeirra
sem upp grófu, aldeilis að vorrar
aldar meðalmanns líkamslengd og
þykkt ... og vöxtur beinanna rétt að
hófi meðalmanna vorra tíða.34
Ekki verður betur séð en að sveit-
ungar Þórðar hafi á 18. öld farið með
það sem þeir töldu vera jarðneskar
leifar hans eins og um helga dóma
dýrlings væri að ræða.
Hólaprentsmiðja var lengst af að-
eins notuð til að prenta kristilegt efni
en um miðja 18. öld var bryddað
upp á því að láta prenta og gefa þar
út veraldlegt fræðsluefni. Halldór
Brynjólfsson biskup 1746-1752 hafði
m.a. hug á að gefa út einhver fornrit
og leitaði álits Jóns Ólafssonar
Grunnvíkings. Jón mælti með nokkr-
um sögum sem hann taldi henta til
útgáfu, ein þeirra var Þórðar saga
hreðu. Það kom þó í hlut eftirmanns
Halldórs, Gísla Magnússonar biskups,
að fylgja þessu eftir.
Nokkrir margfróðir söguþcettir ís-
lendinga voru gefnir út á Hólum 1756
„að forlagi" staðarráðsmannsins Björns
Markússonar sýslumanns og varalög-
manns. Það er fyrsta prentaða útgáfa
Islendingasagna en önnur fornsagna-
útgáfa kom út á Hólum sama árið
32 íslenzk fornrit, XIV, bls. 201-205.
33 Kristian Kálund. íslenzkir sögustaðir. III. bls. 60.
34 Páll Vídalín: Skýringar yfir fomyröi lögbókar. Reykjavík 1854, bls. 43.
130