Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 140
GUNNAR SIGURJÓNSSON FRÁ SKEFILSSTÖÐUM
EITT OG ANNAÐ FRÁ ÆSKUÁRUM
f HÓLAKOTI
Þegar aldraður maður styður hönd
undir kinn og lítur yfir liðna ævislóð,
er sitt af hverju tagi sem hugur og
minni staldra við, og virðir fyrir sér
og skoðar nánar, og kallar fram mynd-
ir og orð sem hugurinn geymir og
tekur til athugunar. Þannig er það fyr-
ir mér. Eg er að skoða og virða fyrir
mér atvik sem gerðist í apríl 1916.
Veðráttan var mjög erfið, norðan-
áttir og mikil snjókoma og illt að
komast um jörðina. Ekki minnist ég
þess að talað væri um heyleysi, en all-
ar skepnur voru á gjöf og allir biðu
eftir vorkomunni, en þá voru sumar-
páskar.
Móðuramma mín, Elín Vigfús-
dóttir, dvaldi sín elliár hjá foreldrum
mínum í Hólakoti á Reykjaströnd í
Skagafirði. En nú var hún nýlátin,
því miður man ég ekki mánaðardag-
ana, en búið var að kistuleggja ömmu
og nú átti að halda húskveðju sem
svo var kallað. Uti þrumdi norðan
hríðarveður og kuldi. Því var ekki
fagnaðarefni að sitja frammi í dyra-
skálanum í Hólakoti og hlusta á
prestinn kveðja ömmu, en mamma
var hálflasin því hún var langt komin
að ganga með sinn yngsta son.
Tveir bræður mínir, eldri en ég,
ásamt vinnupilti sem hét Kristján,
voru að snúast við skepnuhirðingu
og hröðuðu sér til að hafa lokið því
áður en húskveðjan hæfist. Prestur-
inn, sr. Hálfdan Guðjónsson, var
kominn og var búinn að skrýðast
hempunni og setja á sig prestakrag-
Elín 'Vigfúsdóttir móðuramma skrdsetjara.
Hún lést 15. apríl 1916 og í frásögninni
segir frá undirbúningi greftrunar hennar.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.
136