Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 142
SKAGFIRÐINGABÓK
litið á prestinum, sem að sjálfsögðu
færði sig frá og harmaði óhappið á-
samt öllum viðstöddum. Þetta sé ég
fyrir mér mjög glöggt eftir öll þessi
liðnu ár, er ég minnist æskuáranna.
Var nú farið að verka upp glerbrot
og snjó sem hrunið hafði inn á bað-
stofiigólflð. Síðan tekið gamalt rúm-
teppi og troðið í gluggaopið svo
fönnina skæfi ekki inn. En allir
fundu jafnframt að þessi lausn var
ekki til frambúðar. Það þurfti að
negla fyrir rúðuopið til bráðabirgða
eða þar til nýtt gler fengist í stað þess
brotna. Við þetta allt var töluvert
baks og andlegt og líkamlegt bjástur,
þar sem ekki var til nein fjöl úr kassa
eða annað slíkt til að negla fyrir
gluggaopið. En þetta leystist á þann
hátt að tekin var fjölin úr bókahillu
sem pabbi átti framfmi] í skála, en
hillan geymdi Alþingistíðindi, reglu-
gerðir og annað varðandi sveitar-
stjórnarmál. Bækurnar voru nú lagðar
til hliðar og hillan negld fyrir glugga-
opið þrátt fyrir kulda og hríð.
Presturinn beið rólegur meðan þetta
gekk yfir, og svo var tekið til við
húskveðjuathöfnina þarna frammi í
skálanum. Við bræðurnir vorum
þarna viðstaddir ásamt þeim full-
orðnu, en ég man alla tíð hve mér
var kalt og fannst ömurlegt þarna
frammi við athöfnina og fljótur mun
ég hafa verið að koma mér inn í
baðstofuylinn og undir sængina mína,
og von bráðar mun ég hafa svifið inn
á draumalandið.
Ekki veit ég hvort það er nokkuð
tengt þessu, held þó síður, en ég fékk
seinna um vorið snert af lungnabólgu
sem ég man einkum eftir í sambandi
við það að ég mátti ekki fara út nema
vel búinn og fékk í munninn einhverja
„mixtúru" sem mér þótti mjög slæm
á bragðið. En um síðir náði ég mér á
strik, en var lengi lélegur. Mörgum
árum seinna sögðu læknar sem skoð-
uðu mig og hlustuðu: „Þú hefir
fengið lungnabólgu þegar þú varst
krakki, eða var ekki svo?“ Eg kvað svo
vera, en myndi lítið eftir því. „Við
finnum það við hlustun að svo hefir
verið", var þeirra svar.
Nú tökum við dálítinn sprett og
stökkvum að upphafi ársins 1918. Sá
vetur hefir verið nefndur frostavet-
urinn mikli, enda miklir kuldar og
hafís fyrir öllu Norðurlandi og kom
inn á hverja vík og allt var samfrosið.
Ég man kuldann og norðannepjuna
er hafísinn rak inn Skagafjörðinn, inn
með Reykjaströndinni. Allir gegndu
sínum skyldustörfum, en ég man að
það var eins og beygur x fullorðna
fólkinu og fátt sagt. Allir fundu að nú
var mikil alvara á ferðum því hafþök
af hafís er ekkert gamanmál og margt
sem fylgir í kjölfar þessa náttúru-
fyrirbæris. Þeim fullorðnu hafa verið
ofarlega í huga haffsárin og harðind-
in fyrir og um aldamótin 1900.
Mér er mjög í minni morgunninn
eftir, að það var sem ég hrykki við og
spyrði sjálfan mig: „Hvar er sjórinn?"
Skagafjörður var horfinn! Aðeins
auður sjór við stöku klettanef, sem
þó hvarf næstu sólarhringa því frostið
lét mjög að sér kveða. Allt var sam-
frosið og það var eins og munur flóðs
og fjöru hyrfi, því klakinn og fönnin
létu ekki sitt eftir liggja og jöfnuðu
allt upp í kletta. Samt var eins og og
ísinn væri sléttari skammt frá landi,
því að sjálfsögðu stóðu jakarnir í
botni, og svo frusu lónin svo samfellt
138