Skagfirðingabók - 01.01.2008, Qupperneq 147
SKÓLAMINNINGAR
íbúðarhúsið íSðlheimagerði þar sem skólinn var í kjallaranum. Ljósm.: Hjalti Pálsson.
skápur og tvær bókahillur. Kennslu-
gögn, auk bókanna, voru tafla og krít,
nóg af landakortum og svo „kvarð-
inn“. Það var í raun reglustika, einn
metri á lengd og u.þ.b. einn senti-
metri á hvern kant, og á þennan
„kvarða" var metrakerfið teiknað,
þ.e.a.s. dm, cm og mm. Einnig voru
afar falleg myndaspjöld í litum, með
dýra- og jurtamyndum. Þess má geta
að myndaspjöldin eru enn til, og
a.m.k. eitt landakort, og kvarðinn
er enn vís. Stærð skólastofunnar var
13,50 fermetrar.
Fyrir framan skólastofuna var svo-
lítið rými, um 12 fermetrar, með ein-
um glugga á suðurvegg, uppi við
loft. A norðurveggnum voru fatasnag-
ar og þarna á gólfinu geymdum við
skóna okkar. En þetta rými, eða hvað
á að kalla það, var alveg einstakt.
Fínpússaðir steinveggir, ómálaðir.
Þarna var frábær aðstaða tii að vera í
boltaleik, með einn, tvo, þrjá, eða
jafnvel fjóra bolta. Og gólfið, ómál-
að steingólf, rennislétt, á það var
auðvelt að teikna parís, en þann leik
iðkuðum við mikið. Hef stundum
hugsað um það, hve góð þjálfún þetta
hefur verið fyrir líkama og sál, og
hvað þetta litla rými, með gráu vegg-
ina og steingólfið, var dýrmætt leik-
svæði. Utileikirnir voru: Utilegu-
mannaleikur, eyjuleikur, pottaleikur,
hlaupa í skarðið, boltaleikurinn
„yfir“ og fallin spýta. Innileikirnir:
Pantleikur, fela hlut og blindleikur,
auk þeirra sem áður var getið.
Tvö fög reyndust mér erfið:
íslandssagan eftir Jónas Jónsson og
reikningurinn, bækur Elíasar Bjarna-
sonar. Þó var reikningurinn ekki al-
vondur. Krakkarnir voru á aldrinum
9 til 13 ára, eða þau urðu 14 ára síð-
143