Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 151
SKÓLAMINNINGAR
svo ég gæti kennt heima hjá mér, og
yngri deildin var líka flutt í Frosta-
staði. Valdi færði sig aftur á móti í
Framhlíðina og tók við kennslunni
þar. Hann átti bíl og gat farið á
milli flesta daga, ef færð leyfði.
Þessu boði hans gleymi ég aldrei
og í raun skipti þetta sköpum. Sé
ekki hvernig ég hefði annars farið að.
Rétt er að það komi fram, að Valdi
var náfrændi minn, eins og Gísli,
og þess fékk ég sannarlega að njóta.
Gísli Gottskálksson lést 4. janúar
1960 tæplega sextugur. Hann var
jarðsettur 15. janúar á Miklabæ.
Fyrsti kennarafundurinn sem ég
fór á, var að mig minnir á Blönduósi
um haustið 1959- Eg var þarna lang-
yngst — man ekki eftir öðrum kven-
manni — og með gagnfræðapróf í
farteskinu. Allt var mjög framandi,
en allir tóku mér vel. Námsstjóri var
þá Stefán Jónsson, mjög aðgengileg-
ur maður, og átti eftir að reynast mér
vel og fylgdist alltaf með mér. Þegar
ég byrjaði að kenna, kom Stefán strax
að morgni fyrsta daginn til að líta á
aðstæður. Hann sat í fyrsta tímanum
hjá mér, sem var reikningur hjá yngri
krökkunum. Þetta var erfitt, en ég
reyndi að bera mig vel.
Ntí var komið að alvöru lífsins
Kennslugögnin voru bækurnar,
nokkur landakort, tafla og krft. Eg
var svo lánsöm að þennan fyrsta vetur
minn var enginn nemandi sem átti að
taka fullnaðarpróf. Þau elstu voru 12
ára. Þetta munaði miklu, einkum
varðandi reikninginn og Islandssög-
una! En eins og áður er getið, voru
námsbækurnar flestar þær sömu og
þegar ég var sjálf í skóla, þótt liðin
væru 7 ár, þetta námsefni stóð fyrir
sínu. Nú hugsaði ég til minna yngri
ára, einkum með það efni, sem stóð
mest fyrir mér. Einnig hvaða aðferð-
um ég hafði kynnst á Laugum, sem
gætu nýst mér nú.
I bóklegu fögunum útbjó ég mikið
af spurningum, sem þau æfðu sig á
og reyndi að tína úr aðalatriðin. Eg
notaði mikið landakort, því hafði ég
alltaf vanist. Málfræðiverkefnin voru
í bókinni. Eg vinsaði úr þeim það
besta og reyndi að útskýra á sem
einfaldastan hátt. Svo var það reikn-
ingurinn. Eg mundi þá — og man
enn — hvernig Gísli útskýrði og
kenndi okkur einfaldar reglur í sam-
bandi við samlagningu, frádrátt,
margföldun og deilingu. Þær voru
þannig:
1. Þegar þú skrifar upp samlagning-
ar- og frádráttardæmi, þá á alltaf
að vera jafnt að aftan.
2. Þegar þú tekur til láns yfir 0, þá
verður það að 9-
3. Það má aldrei taka niður tvo
stafi í einu, þegar þú deilir, nema
setja 0 í kvótann, og afgangurinn
má aldrei vera hærri en talan, sem
þú deilir með.
4. Þegar þú margfaldar með tveim-
ur tölum, eða fleiri, þá færist
talan fram um eitt sæti.
Tugabrotin:
1. I samlagningu og frádrætti á
komman að standast á.
2. I margföldun eru jafnmargir
stafir fyrir aftan kommu í útkom-
unni, eins og eru samtals í töl-
unum sem þú margfaldar saman.
147