Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 153
SKÓLAMINNINGAR
Frostastöðum. Mikill munur var á að
hafa örlitla reynslu í farteskinu. Sú
breyting var þó, að nú var ég með
fullnaðarprófsbörn, því reyndi meira
á reikninginn, en einhvern veginn
hafðist það. En hvað orðadæmunum
viðkom, þá kenndu krakkarnir mér
oft meira en ég þeim! Eg reyndi að
þróa áfram mínar aðferðir, en náði
þó aldrei tökum á Islandssögunni,
sér f lagi fyrir þau elstu. Lét þau
sleppa úr þeim köflum, sem mér stóð
mest „ógn“ af og fannst ekki skipta
neinu máli. Mér fannst gaman að
kenna þessum elstu krökkum, þau
gátu svo margt. Þau fóru í gegnum
prófið um vorið með sóma. Voru 5,
sem tóku fullnaðarpróf. Alls voru
þau 16, í eldri deildinni 11, en 5 í
þeirri yngri, þar af 3 innan við 9 ára.
Það prófahald gekk nú ekki átaka-
laust. Byrjað var að byggja við Akra-
húsið og því var ekki hægt að prófa
þar. Hjörleifur Kristinsson á Gils-
bakka var formaður skólanefndar. Var
ákveðið að prófa á kennslustöðunum
og taka sinn daginn á hvorum stað.
Fyrst var prófað hjá Valda og það
gekk vel, enda kom ég þar hvergi
nærri.
Prófa átti hjá mér einum eða
tveimur dögum seinna. En þá segist
sr. Lárus þurfa að fara til Reykjavíkur
og það verði ekkert prófað hjá mér
strax. Hjörleifur kom út 'í Frostastaði
og tilkynnti mér þetta. Við þekkt-
umst ekki mikið þá, og kannski hef-
ur hann haldið að ég segði já og
amen. Eg varð alveg æf af reiði, fannst
bæði mér og börnunum freklega
misboðið. Þessi viðbrögð mín komu
Hjörleifi á óvart og það féllu mörg
stór orð á báða bóga við eldhúsborðið
Hjörleifur
Kristinsson á
Gilsbakka.
Ljósm.:
Þórhallur
Asmundsson.
á Frostastöðum þennan dag. Mála-
lyktir urðu þær, að Hjörleifur skyldi
hringja í Stefán námsstjóra og kynna
honum málavöxtu. Eg sagðist ekki
samþykkja þessa frestun, nema Stefán
skipaði mér að gera það. Eg fór einn-
ig fram á að Hjörleifur yrði sjálfur
prófdómari hjá mér.
Eg var lengi að jafna mig á þessari
rimmu og það var löng bið til næsta
dags. En Stefán námsstjóri brást mér
ekki. Hans úrskurður var sá, að prófað
yrði strax og Hjörleifur yrði prófdóm-
ari. Daginn eftir var svo prófað heima
á Frostastöðum og Hjörleifur var próf-
dómari. Það var góður dagur. Þar hófst
samstarf okkar Hjörleifs, sem stóð sam-
fellt í 13 ár og bar aldrei skugga á.
Urvinnsla prófanna frá báðum
stöðum beið hins vegar eftir að sr.
Lárusi þóknaðist að gera það. Var
a.m.k. viku bið eftir því. Þá var
Hjörleifur með okkur líka, sem betur
fór, því enn voru ýfingar með okkur
presti. Hann var ósáttur við þessi
málalok.
149