Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 154
SKAGFIRÐINGABÓK
Félagsheimilið Héðinsminni vorið 2008.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.
Skólinn flytur í Héðinsminni
Haustið 1961 urðu miklar breyting-
ar á starfi skólans. Viðbyggingu við
Akrahúsið var lokið og allt skólahald
í hreppnum fluttist þangað og dag-
legur akstur komst á. Þarna er hátt til
lofts og vítt til veggja og við Valdi
þurftum að skipuleggja starfið upp á
nýtt. Hann kom með þá hugmynd að
við skiptum fögunum á milli okkar, í
stað þess að skipta nemendunum. Eg
tók þessari hugmynd fagnandi, betra
gat það ekki verið. Það var alveg
augljóst að Valdi myndi taka bæði
reikninginn og Islandssöguna! Við
ræddum málið og skiptin voru aug-
ljós. Hann tók reikninginn, söguna og
náttúrufræðina. Eg fékk alla íslensk-
una, kristinfræði, landafræði og leik-
fimi, en hana var hægt að kenna í
salnum. Þannig voru skiptin í stórum
dráttum og fóru vel. Samstarf okkar
Valda var afar gott. Hann skipti sér
aldrei af kennslunni hjá mér á
Frostastöðum, hann treysti mér full-
komlega. Þessi fyrsti vetur okkar í
Héðinsminni var mjög ljúfur, en svo
nálguðust vorprófin. Hvernig skyldi
nú ganga? En forlögin höguðu því
þannig, að sr. Lárus varð bráðkvadd-
ur um vorið, skömmu áður en skóla
lauk. Var Hjörleifur settur í hans
starf og því gegndi hann í 12 ár, eða
þar til embætti prófdómara var lagt
niður vorið 1974. Breyttist nú allt til
hins betra. Prófdögum var fjölgað og
til þeirra hlökkuðum við ætíð.
Bðkakostur
Upphaf skólabókasafns Akraskóla má
rekja allt aftur til ársins 1940, og
var Gísli Gottskálksson aðalhvata-
150