Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 157
PÉTUR JÓHANNSSON í GLÆSIBÆ
HÚN AMMA MÍN ÞAÐ SAGÐI MÉR
Kristinn [Karl Jónsson] á Tjörnum
var 23 ára vorið 1846, þegar hann
réðst vinnumaður til hjónanna Jóns
Jónssonar og Herdísar Hallsdóttur í
Málmey, sem áttu þá eyna og bjuggu
þar. Aðallega átti hann að vera við
sjómennsku og veiðar. Hafði hann
áður verið þar við róðra og Jón feng-
ið trú á honum. Ekki brást hann því
trausti. Hafði yfir sumarið for-
mennsku á sexrónum bát, og síðan
um veturinn gerður að formanni á
hákarlaskipi Jóns. I júní sama sum-
arið sem Kristinn fór til Málmeyjar
giftist hann Soffíu Gísladóttur fóstur-
dóttur þeirra hjóna. Herdís fóstra
hennar var lítið ánægð með það, hafði
það alla tíð verið hennar von og ósk
að Soffía yrði kona Baldvins sonar
þeirra. Reyndar var hann þá giftur
fyrir tveimur árum. Næstu tvö árin
voru þau í Málmey, fóru þá í land að
Glæsibæ, en 1852 að Tjörnum sem
fósturforeldrar Soffíu gáfu henni til
Kristín
Kristinsdðttir,
amma sögu-
manns.
Héraðsskjalasafn
Skagfirðinga.
fullrar eignar. Þar bjuggu þau í 43 ár
og voru þar til æviloka. Kristín amma
mín1 var eitt af þeim átta börnum
sem upp komust, auk þess dóu fjögur
ung. Hún var alla tíð hjá foreldrum
mínum2 frá því þau giftust og til
hinsta dags, varð 85 ára. Það fór ekki
hjá því að eitt og annað barst í tal af
löngu liðnum atburðum sitt úr hverri
áttinni, sem gáfu augnabliks glampa
inn í öllum gleymda fortíð. Ég veit
1 Kristín (Ingibjörg) Kristinsdóttir (1853—1938), gift Pétri Guðmundssyni (1852—1909),
bjuggu lengst á Geirmundarhóli í Hrolleifsdal. Skagfirzkar ceviskrár 1910-1950 I, bls.
231-233.
2 Jóhann (fsak) Jónsson (1886-1933) bóndi í Glæsibæ f Sléttuhlíð, og kona hans Margrét Pét-
ursdóttir (1888—1970). Skagfirzkar aviskrár 1910-1950 I, bls. 150-154.
153