Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 160
SKAGFIRÐINGABÓK
Alagabrekkan á Geirmundarhóli. Álfasteinninn ofarlega til hcegri. Ljósm.: Hjalti Pálsson.
dal og reið ofan í Leyninginn, eins og
gatan liggur, og skáhallt upp Álaga-
brekkuna austan við bæinn. Álfa-
steinninn er í miðri brekkunni, rúma
tvo metra fyrir ofan götuna. Þegar ég
kem á móts við steininn sé ég að
breidd hafa verið á hann mikið af
barnafötum til þerris sólarmegin.
Óvenjulega falleg, ólík því sem gerist
þar um slóðir. Á þetta horfi ég ræki-
lega, fór svo heim í bæinn og spurði
Kristínu hvernig á þessu stæði. Hún
skildi ekki neitt í neinu, en svo fórum
við austur að steininum, þar var þá
ekki neitt að sjá eða í kringum hann.
Eg var eins og glópur, ég vissi hvað
ég sá, en hvernig gat nokkur trúað
því sem ég sagði. Við það situr enn
þann dag í dag.“
Það voru margir krakkar á Tjörnum
á æskudögum mínum.4 Okkur var
haldið stíft til starfa, en hins vegar
gripið hvert tækifæri sem gafst til
leikja og gáska. Það var afar eftirsótt
að fara ofan í Glæsibæ á vorin, það var
svo mikið gott pláss til að leika sér í
stóru hlöðunni þar. En það var illa séð
að svíkjast um að vinna og fara leyfis-
laust á aðra bæi, en okkur hélst uppi
með þetta smástund ef pabbi var á
sjó. Einu sinni vorum við óheppin.
Stutt var á milli bæjanna, höfðum
skotist ofan eftir, vissum ekki annað
en pabbi væri á sjó. Þegar við vorum
að halda heim sjáum við að hann er
að koma sunnan af Möl, kominn út
undir Sjómannalág. Nú var tekið til
fótanna og þotið af stað. Átta að tölu
4 Hér talar Kristín Kristinsdóttir, amma höfundar.
156