Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 166
SKAGFIRÐINGABÓK
verslunina. Viðskipti sem báðir voru
ánægðir með.
Þó sjómennskan og útgerðin skip-
uðu stóran sess í starfi Kristins, hafði
hann mörgu öðru að sinna. Hann
fékkst mikið við smfðar, smíðaði báta
sína sjálfur. Þurfti þar í mörg horn að
líta. Utvega efni, saga rekavið í bönd
og byrðing, ennfremur smíða hvern
nagla og hverja ró. Húsasmíði fékkst
hann líka við. Hann komst í góð við-
arkaup í sambandi við skipsstrand.
Reisti þá tvær rismiklar byggingar,
áfastar austan við gamla bæinn. Tveir
háreistir timburstafnar móti austri
upp á háum bæjarhólnum með stóra
glugga hvor og útidyr í miðju, báru
vissa reisn öðrum bæjum fremur. Al-
þiljuð timburstofa og loft yfir var í
aðalhluta ytra hússins, en afþiljaður
inngangur í hinu. Annað af bygging-
unni var geymsla, kallaðist Skálinn.
Þegar fram liðu stundir varð heim-
ilið á Tjörnum stórt og fjölmennt.
Börnin fóru lítið að heiman og stofn-
uðu heimili sín á hluta af jörðinni og
var þar stundum fjórbýli. Bústofn
aðeins til heimilisþarfa en að mestu
stuðst við sameiginlega sjósókn og
útgerð. Alla tíð var heimilið og bú-
skapur í forsjá Soffíu og fórst henni
það prýðilega af hagsýni og myndar-
skap. Hún var hin mesta myndar-
kona, vinsæl og virt af samtíðarfólki
fyrir vinsemd góðvilja og úrræðasemi.
Soffía og Kristinn náðu háum aldri,
voru alltaf á Tjörnum og dóu þar,
hann 1904, hún 1910.6
6 Kristinn Karl Jónsson (1822—1904) bóndi á Tjörnum, og Soffía Gísladóttir (1826—1910).
162