Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 167
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
JARÐFUNDNIR GRIPIR FRÁ
KÁLFSSTÖÐUM í HJALTADAL
Oft hefur það GERST, þegar grafið
er fyrir húsum eða öðrum mann-
virkjum, að í ljós hafa komið fornar
mannvistarleifar. Dr. Kristján Eldjárn
vék eitt sinn að þessu í sjónvarpsvið-
tali. Á löngum ferli sem þjóðminja-
vörður ferðaðist hann víða um land á
vegum embættisins og ræddi við
bændur og búalið. Heyrðist þá oft
setningin: „Eg man þegar við grófum
fyrir húsinu heima!“ Ekki er óalgengt
að bæir hafi verið á sama stað öldum
saman, jafnvel frá upphafi byggðar,
og menjar þeirra hlaðist upp í lag-
skiptan bæjarhól. Þegar steinhúsin
komu til sögunnar, var að jafnaði graf-
ið fyrir þeim ofan á fastan grunn, og
þá oft í gegnum þessar minjar fyrri
tíðar. Búast má við að þannig hafi
farið forgörðum allmiklar upplýsing-
ar um íslenska byggðasögu. Með laga-
breytingum á síðustu árum og til-
komu minjavarða í flestum lands-
hlutum, hafa þessi mál færst í allt
annað horf.
Árni Hólmsteinn Árnason (1923—
2001) fæddist og ólst upp á Kálfs-
stöðum í Hjaltadal, og átti þar heima
til 1964, að hann fluttist til Sauðár-
króks. Hann var áhugamaður um
fyrri tíð, eins og faðir hans, Árni
Sveinsson á Kálfsstöðum, og dró
saman umtalsvert safn gamalla gripa,
sem hann fól Kristjáni Runólfssyni
til varðveislu skömmu fyrir dauða
sinn. Ekki verður fjallað um það safn
hér, en vikið í stuttu máli að tveimur
gripum sem Árni átti í fórum sínum
og fundust í jörðu á Kálfsstöðum.
Báðir voru þeir afhentir Þjóðminja-
safni Islands 1. mars 1989, en Árni
lét þá af hendi 31. júlí 1988.
Skaftkola — Þjms. 1989-4
Kirkja var á Kálfsstöðum í kaþólsk-
um sið og bænhús síðar, allt fram á
18. öld. Til minja um það var svo-
kallaður Bænhúshóll, lítil hringlaga
hólbunga, u.þ.b. 40 m neðan við nú-
verandi íbúðarhús, þ.e. skammt neð-
an vegar. Faðir Árna gróf eitt sinn
holu í miðjan hólinn og fann þar tvo
kljásteina eins og þá sem notaðir voru
í gamla íslenska vefstaðnum. Það
bendir til að bænhúsið hafi seinast
verið notað sem skemma (geymsla).
Veggirnir voru glöggir þegar Árni
fór frá Kálfsstöðum. Þeir sneru eftir
163