Skagfirðingabók - 01.01.2008, Qupperneq 168
SKAGFIRÐINGABÓK
Kolan frá Kálfsstöðum.
Ljósm.: Guðmundur Ingólfsson.
réttum kirkjuáttum, og á vesturgafli
mótaði fyrir dyrum. Bænhúsið var
löngu fallið, þegar Arni man fyrst
eftir. Bara nafnið Bænhúshóll og tóft-
arbrotið minntu á það. Sléttað var yfir
hólinn um 1970.
Sunnan við Bænhúshólinn var stór
öskuhóll. Um 1930, þegar Arni var
sjö ára eða þar um bil, gróf faðir
hans súrheysgryfju ofan í öskuhólinn.
Neðst í öskunni, niður undir órót-
uðum jarðvegi, fannst steinkola (lýs-
islampi) úr rauðleitum sandsteini.
Slíkur sandsteinn finnst víða í
Hjaltadal, og er steinkirkjan á Hól-
um t.d. að hluta byggð úr honum.
Kolan var greinilega í elsta hluta
öskuhaugsins, en hins vegar er óvíst
hvort þetta var elsti öskuhaugurinn
á Kálfsstöðum. Bílvegurinn liggur nú
svo að segja yfir staðinn þar sem kol-
an fannst, þ.e. neðri brún vegarins.
Um 1954 kom Kristján Eldjárn í
Kálfsstaði og var honum þá sýndur
þessi gripur. Sló hann því fram, að
þetta gæti verið hlautteinn, áhald
sem heiðnir menn notuðu til að
skvetta fórnarblóði við blót eða aðrar
helgiathafnir. Meiri líkur eru þó á að
þetta sé skaftkola (lýsiskola). Brotsár
er á skaftendanum og hefur skaftið
trúlega í öndverðu verið nokkru
lengra en nú er; hefur þá mátt stinga
því inn í torfvegg. Neðan á kolunni
er sléttur flötur og því hægt að
leggja hana frá sér, t.d. á hillu eða
borð, án þess að hún velti. Á fram-
brún kolunnar, þar sem kveikurinn
hefur legið, er steinninn svartur.
Kolan er tæpir 10 cm að lengd, breið-
ari endinn er 4,6 x 2,5 cm, og skaft-
endinn u.þ.b. 3,3 x 1,5 cm.
Annar öskuhaugur, mun stærri,
var norðvestan við gamla bæinn og
vestan við Bænhúshólinn. I norður-
horni hans (neðan við veginn), var
hann svo þykkur, að kartöflugeymsla
var grafin inn í hann.
Feldstingur — Þjms. 1989—3
ÍbúðarhúSIÐ á Kálfsstöðum var
byggt sumarið 1947, og var því
valinn staður ofan við gamla bæinn.
Þar mótaði fyrir ævafornum bæjar-
rústum. Þegar Árni var að grafa fyrir
suðurvegg hússins, fann hann tvo
beinprjóna, vel smíðaða. Óvíst er hvar
annar þeirra er nú niður kominn,
en mynd af hinum fylgir hér með.
imtmwÉmmmmmj
■mmm
Fe/dstingurinn frá Kálfsstöðum. Flann er Ijósari en fram kemur á myndinni.
Ljósm.: Guðmundur Ingólfsson.
164