Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 169
JARÐFUNDNIR GRIPIR FRÁ KÁLFSSTÖÐUM f HJALTADAL
Bœjarstœðið á Kálfsstöðum, afstöðumynd. Fundarstaðir gripanna
sýndir með x. Teikning: SPÍ.
Hann er um 10 cm
langur og 5 mm
gildur; annar end-
inn er mótaður
sem krossmark og
1—2 mm gat í því
miðju (sjá mynd).
Árni taldi feld-
stinginn gerðan úr
hrosslegg.
Kristján Eldjárn
skoðaði þessa bein-
prjóna um 1954,
og mun nafnið
feldstingur vera frá
honum komið. I
fornöld komu feld-
stingir í staðinn
fyrir tölur eða næl-
ur. Bandspotti var
þræddur í gatið
eða bundið um
krossmarkið. Feldurinn var svo sett-
ur tvöfaldur, feldstingnum stungið
tvisvar f gegn og bandinu brugðið
um báða enda til þess að hann
smokrist ekki úr (sjá mynd á næstu
síðu). Beinprjónar svipaðir þessum
voru nokkuð algengir á Islandi að
fornu, og víðar á hinu norræna menn-
ingarsvæði. Nýlegt dæmi er feld-
stingur sem fannst við fornleifaupp-
gröft í Keldudal í Hegranesi sumarið
2003- Hann er með útskornu dýrs-
höfði á enda.
Skömmu áður en fjölskylda Árna H.
Árnasonar fluttist frá Kálfsstöðum
sýndi Árni mér báða feldstingina.
Mig minnir að sá sem nú er horfinn
hafi verið svolítið boginn og með
ávölum hnúð á enda. Hann mun
einnig hafa verið lítið eitt minni.
Hugsanlegt er að hann hafi farið á
safn, þó að Árni hafi ekki komið því
fyrir sig hvað af honum varð.
Að fornu voru til svokallaðir feld-
ardálkar, sem voru oftast úr bronsi
eða silfri. Þeir voru jafnan í eigu efna-
manna og notaðir til að halda saman
skikkju sem menn báru á herðum
sér; var feldardálkurinn þá annað
hvort á hægri öxl eða framan á
bringu. Feldardálkarnir voru oft með
einhverju munstri til skrauts.
Hér á eftir fara nokkur dæmi úr
fornritum, fyrst frásögn úr Heims-
kringlu I:
Eyvindr [skáldaspillir, sem var bú-
settur í Noregi] orti drápu um alla
Islendinga, en þeir launuðu svá, at
hverr bóndi gaf honum skattpening.
Sá stóð þrjá penninga silfrs vegna
[1,35 grömm] ok hvítr í skor [úr
sæmilega hreinu silfri]. En er silfrit
165