Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 170
SKAGFIRÐINGABÓK
kom fram á alþingi, þá réðu menn
þat af at fá smiða [smiði] til at skíra
[hreinsa] silfrit. Síðan var görr af
feldardálkr, en þar af var greitt
smíðarkaupit. Þá stóð dáikrinn fimm
tigu marka [þ.e. 10,7 kg]. Hann
sendu þeir Eyvindi, en Eyvindr lét
höggva í sundr dálkinn ok keypti
sér bú með . . . [Eyvindr] kvað:
Fengum feldarstinga
fjörð ok galt við hjörðu,
þanns álhimins útan
oss lendingar sendu.
[Vér fengum feldarsting (eða -stinga,
e.t.v. fleiri en einn), fjörð (þ.e. í
fyrra), þann er álhimins (íss) lending-
ar sendu oss að utan, og galt við
(borgaði með honum) hjörð (af
búfé)j. íslensk fornrit XXVI (Rvík
1941), 221-223.
Vísan er athyglisverð fyrir það að þar
er dálkurinn kallaður feldarstingur,
og mun þetta vera eina dæmi um
orðið í fornritum. Næst lítum við í
Gísla sögu Surssonar:
Þorkell [Súrsson] hafði girzkan [gersk-
an, frá Garðaríki, þ.e. Rússlandi] hatt
á höfði ok feld grán [gráan] ok gull-
dálk um öxl, en sverð í hendi.
íslensk fornrit VI (Rvík 1943), 90.
Því næst er dæmi úr Kormáks sögu:
Kormákr sat útar við dyrr í tjaldinu
ok drakk tvímenning á Steingerði
[þau drukku tvö af einum bikar], ok
meðan hann gerði þetta, stal maðr frá
Kormáki dálki til spotts, er hann
hafði lagt af sér feldinn, ok er hann
skyldi til taka, var ór dálkrinn.
Kormákr spratt upp ok hljóp eptir
manninum með spjót þat, er hann
kallaði Vigr, og skaut eptir honum
ok missti ok kvað vísu:
Drengr ungr stal mik dálki,
þás drakk á mey rakka;
vit skulum dálkinn deila
sem drengir tveir ungir.
[Ungur drengur stal mig (stal af mér)
dálki, þás (þá er ég) drakk á mey
rakka (beinvaxna, höfðinglega), við
Klceðaprjðnar úr
beini gcetu hafa
verið notaðir á
pennan hátt, en
frekar á hcegri
öxl, a.m.k. hjá
karlmönnum.
E.t.v. hafa konur
borið þá báðum
megin.
Teikning: Eva
Wilson 1977.
166