Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 18.12.2015, Qupperneq 26
Hann sótti nöfn fyrirtækja sinna þangað, ekki síst í Eglu, þá römmu landnámssögn. Hann dreymdi um að búa til Íslend- ingasögu úr tilveru sinni. Á leiðinni til Íslands lærði hann á harmonikku eins skipverjans og skemmti fólki með spilamennsku á góðviðrisdögum. SKARTAÐU ÞÍNU FEGURSTA Bankastræti 4 I sími: 551 2770 Íslensk skartgripahönnun U ngi maðurinn heldur í arminn á afa sínum sem hefur sett höndina í vasann á hlýja frakkanum sínum, honum er kalt, hann þarf að styðja sig við staf og hann er berskjaldaður í heiminum. Hann segir eitthvað kátlegt við ljósmyndar- ann, Margréti yngri systur unga mannsins sem pírir augun móti sól og ljósmyndara, hattlaus og háttvís. Tveir Thorar. Ungi maðurinn styður afa sinn á tröppunum á Bergstaðastrætinu, ætlar kannski að leiða hann út í bíl; hann er ekki klæddur til langferða eins og gamli maðurinn en hyggur á enn lengri ferðir. Thorar tveir. Ættfaðir og ættarlaukur. Sú hugsun sem á amerískri ensku er orðuð með frasanum „self-made-man“ er ekki til á íslensku. Aftur á móti er alltaf verið að tala um einhver sköp í íslenskri speki, og í einu helsta spakmælasafni Íslendinga, Grettis sögu, segir: Satt er það sem mælt er að engi maður skapar sig sjálfur. Það er að segja: býr sér til eigin örlög. Það gerði nú samt þessi danski strákur sem hingað kom til landsins fjórtán ára og allslaus, sonur gjaldþrota byggingameistara sem var dáinn eftir strit og armæðu langt fyrir aldur fram og móður sem aflaði heim- ilinu tekna með því að láta stóran systkina- hópinn búa til eldspýtur. Ættfaðir og ættarlaukur Thor Vilhjálmsson var einn helsti rithöfundur landsins og þjóðkunnur sem einarður málsvari lista, menningar og mannúðar. Hann var líka óhemju svipsterkur og sópaði að sér athygli hvarvetna með öllu sínu fasi. Sonur hans, Guðmundur Andri, hefur valið ljósmyndir úr fórum Thors til þess að minnast hans. Af næmi og listfengi dregur hann upp einstæða mynd af skapmiklum og flóknum manni sem oft átti í útistöðum við umhverfi sitt, en var jafnframt hlýr húmanisti sem lagði allt í sölurnar fyrir listina. Hann átti að baki skólagöngu í heimavistarskóla frá tíu ára aldri þar sem drengirnir fengu ekki að nota nöfn sín en höfðu bara númer, og voru að frá morgni til kvölds að læra bókfærslu og iðka leik- fimi. Hann var númer 18. Hann mundi samt nafnið sitt þegar hann kláraði skólann – var ekki eins og Sæmundur fróði sem hélt hann héti Búft þegar hann lauk námi í Svartaskóla – og var staðráðinn í að gerast höfundur í eigin lífi; skapa sér nýja tilveru, sigla til Ís- lands þegar það bauðst af því að hann hafði lesið valda kafla úr Íslendingasögunum. Hann sótti nöfn fyrirtækja sinna þangað, ekki síst í Eglu, þá römmu landnáms- sögn. Hann dreymdi um að búa til Íslendingasögu úr tilveru sinni. Á leiðinni til Íslands lærði hann á harmonikku eins skipverjans og skemmti fólki með spilamennsku á góðviðrisdögum. Hann var kominn hingað til að gerast búðarloka hjá Bryde á Borðeyri en skar sig strax úr stétt dönsku kaupmannanna; lærði ís- lensku með því að lesa blöðin og nýtti svo íslenskukunnáttu sína til þess að fara um sveitir og spyrja bændur hvað þá vanhagaði helst um. Þeir báðu um pappír. Hann hitti stúlku á Borðeyri, Margréti Þorbjörgu, og ákvað að ílengjast hér. Þau voru bara krakk- ar en þaðan í frá bar hann undir hana allt, smátt og stórt, og hætti við áform ef undirtektir hennar voru dræmar. Frásögn samtíðar- manns í Borgarnesi sýnir Thor Jensen koma á handahlaupum nið- ur eftir túnfætinum inn í líf fólks. Hann er að springa af óskiljanlegri kæti, alltaf að skapa umsvif og hús og peninga – og sig – með henni Þorbjörgu sinni, og öll þessi börn. Þau Margrét Þorbjörg eignuðust tólf börn, stofnuðu alls konar fyrir- tæki, farsæl og misheppnuð eftir atvikum, ræktuðu jörðina, stund- uðu kaupskap og gerðu út báta og togara, urðu rík. Þegar hún dó eftir langa ævi og farsæla var eins og henni væri lokið Íslendingasögunni sem hann hafði skapað. Hann sat heima og hlustaði á jarðarförina í útvarpinu. Treysti sér ekki til að fara, lagðist í kör, þessi frjói og fimi og glaði maður, og beið þess að deyja. Thorar tveir á tröppum. Ætt- faðir og óráðinn ættarlaukur. Fyrsti ættliðurinn og sá þriðji. Frumkvöðullinn sem allt skapar – og þar á meðal sjálfan sig – og svo þriðji ættliðurinn sem kannski er geirlaukur úr grasi vaxinn, kannski ættleri sem „situr og skrifar einhverja vitleysu á hnjám sér …“ En hér er snerting, nánd, kær- leikur. Við skynjum kurteisi og virðingu unga mannsins gagnvart afa sínum; finnum að hann lítur á það sem hlutverk sitt að styðja gamla manninn síðustu þungu sporin, hið dimma fet. Hann er grannur og spengi- legur, fimur og fjaðurmagnaður eins og sá gamli var á sínum tíma, meistari í þrístökki, fullur af orku, albúinn að mæta heiminum. Hann þarf líka að skapa úr dægrunum eitthvað verðugt og satt. Hann á í vændum að fara um heiminn fullur af óseðjandi forvitni og löngun til að lýsa því sem fyrir augu ber og setja í samhengi við það sem fyrir er í þjóðmenningunni. Hann þarf að sækja eitthvað mikilsvert – til baka til Evrópu; hann þarf að „brjótast til fátæktar“, sníða af sér hóglífisfjötrana sem auður og völd veita ungum karlmanni „af Ætt“. Gamli maðurinn segir eitt- hvað brosmildur og sá ungi brosir líka, hallar sér örlítið aftur á bak eins og hann sé að halda sér í vissum skefjum. Ættarlaukur sem kannski er geirlaukur úr grasi vaxinn. Í bók sinni Camera Lucida las Roland Barthes úr ljósmyndum studium – almennt erindi ljós- myndarinnar, sögulegt, félagslegt, fréttatengt, almæltu tíðindin – og punctum – sem er hið persónu- lega, einkennilega og sérviskulega sem einstaklingurinn sér. Studium þessarar myndar er sennilega aug- ljóst, þó að kannski sé eitthvað ögn farið að fyrnast yfir minningu Thors Jensen, ríkasta manns á Ís- landi um hríð, Danans sem gerðist Íslendingur: ættfaðir og ættar- laukur. Fyrir mér er punctum myndarinnar hins vegar penninn sem gægist upp úr brjóstvasa unga mannsins. Ekkert annað er í fókus á myndinni. Svo sannarlega voru Thorsar- arnir fyrirferðarmiklir um hríð – stjórnuðu bönkum og fyrir- tækjum, samtökum og gott ef ekki landinu líka: sátu á þingi og í ríkisstjórn… En það var eitthvað annarlegt við þá. Það var munur á Thorsurunum og hinum valdaætt- unum með dönsku ættarnöfnin sem meðal annars kemur fram í því að þau nöfn eru yfirleitt ein- hvers konar dönskuafbökun á ís- lensku staðarnafni eða föðurnafni: Briem verður til úr Brjánslæk og Thoroddsen er bara Þórðarson – en Thors er hins vegar íslensk eignarfallsmynd af nafninu Thor. Fólkið hans Thors. Hvar voru Thorsararnir í Ör- lygsstaðabardaga? Röktu þeir sig til Haukdæla eða Oddaverja? Þeir voru ekki einu sinni komnir af Birni bunu sem alltaf er mættur í öllum ættartölum í Íslendingasög- unum („Bjarnarsonar bunu …“) eins og allir sem einhvers höfðu mátt sín á Íslandi frá upphafi land- náms. Thorsararnir sjást hvergi í Thor og Thor. Guðmundur Andri Thorsson. þessu fyrsta tölublaði Séð og heyrt sem við köllum Landnámu og var skrifuð að sögn til að sýna að Ís- lendingar væru ekki komnir af þrælum og illræðismönnum. Og meira að segja á 19. öld eru engir Thorsarar til, bara kotungar fyrir vestan (þrælar og illræðismenn) og ættlausir Danir. Thorsararnir voru nýir, komu úr þjóðardjúpinu – og frá Danmörku – það var eitthvað annarlegt við þá, eitthvað sem benti til þess að þeir hefðu skapað sig sjálfir. Þeir báru sig ríkmannlega um hríð, en það er stundum eins og þetta fólk hafi ekki getað beðið eftir að komast aftur í þjóðardjúpið. Þetta er allt þarna í sögu Thorsaranna: gæfa og gjörvileiki, stórhýsi, flottir bílar, föt og glys, feimni, dramb og gleði, mæða og mannlegur breyskleiki í ótal myndum; ástir og ástleysi, kyn- hneigðir í öllum regnbogans litum, drykkjuskapur og sorg, feimni og þunglyndi sem dró suma til dauða. Svo hurfum við. Það segir sína sögu um það hversu gott og hreyfanlegt samfélag það íslenska í rauninni er, og verður vonandi áfram, að slíkt sé hægt fyrir fólk sem var svo auðugt og einangrað eins og um hríð henti Thorsar- ana. Við hurfum inn í þá miklu kjötsúpu sem þjóðfélagið er – og gefum þar vonandi svolítið bragð. Ég veit ekki með hina Thorsarana en sjálfur þakka ég mínum sæla fyrir að hafa ekki erft neitt nema kannski hugsanlega eina silfur- skeið einhvers staðar. 26 bækur Helgin 18.-20. desember 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.